Innlent

Brotist inní geymslur í Hraunbæ

Jakob Bjarnar skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt, meðal annars var brotist inn í bíl við Eggertsgötu og geymslur í Hraunbæ.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt, meðal annars var brotist inn í bíl við Eggertsgötu og geymslur í Hraunbæ. visir/stefán
Um klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í nokkrar geymslur í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Ekki vitað hverju var stolið.

Þá má lesa um það í dagbók lögreglu að bifreið var stöðvuð í Vesturborginni skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi.  Tilkynnt hafði verið um lyfjaðan ökumann á ferð.  Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, aka sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. 

Það var svo skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var svo tilkynnt um innbrot í bifreið við Eggertsgötu.  Skemmdur var lás á afturhlera og var verkfærakistu með verkfærum stolið sem og iPod.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×