Innlent

350 tommu skjár á Ingólfstorgi í tilefni HM

Fróðlegt verður að sjá hve margir ætli að glápa á leikina í miðbænum á laugardaginn eins og þekkist víða erlendis.
Fróðlegt verður að sjá hve margir ætli að glápa á leikina í miðbænum á laugardaginn eins og þekkist víða erlendis. Vísir/Vilhelm
Sextán liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu hefjast á laugardaginn. Verður af því tilefni blásið til veislu á Ingólfstorgi.

Nova stendur fyrir viðburðinum en komið verður fyrir 350 tommu skjá sem er átta metrar á hæð. Sæti verða fyrir 300 manns en dagskráin hefst klukkan 14:30 að því er segir í fréttatilkynningu. DJ Margeir, Högni Egilsson, Daníel Ágúst, Ásdís og Unnsteinn Manúel koma fram en klukkan 16 hefst svo viðureign Brasilíu og Mexíkó.

Síðari leikur kvöldsins er viðureign Suður-Ameríkjuþjóðanna Kólumbíu og Úrúgvæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×