Nýr meirihluti í Reykjavík: Þetta eru helstu stefnumálin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:36 Frá undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. vísir/vilhelm Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní. Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní.
Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48