Innlent

Norðmenn fengu milljónirnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Tveir heppnir Norðmenn voru með allar tölur réttar í Víkingalottó í kvöld og fá þeir 185 milljónir króna í sinn hlut.

Tveir voru með allar tölur réttar í Jókernum og vinna þeir því tvær milljónir króna. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Bíldshöfða, Reykjavík og Samkaup-Strax, Búðardal. Þrír voru með fjórar tölur í réttri röð í Jókernum og fær hver  þeirra hundrað þúsund krónur í vinning. Einn miðanna var keyptur á lotto.is, annar er í áskrift og sá þriðji var keyptur hjá Olís Klöpp, Skúlagötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×