Innlent

Bátur í brasi

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveit með bát í eftirdragi. (Myndin tengist fréttinni ekki beint.)
Björgunarsveit með bát í eftirdragi. (Myndin tengist fréttinni ekki beint.) MYND/BJORGUNARSVEIT.123.IS/ - ALFONS
Tveir menn á litlum fiskibáti óskuðu eftir aðstoð í nótt, þar sem báturinn var fastur í fjörunni á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp, og óttuðust þeir að það myndi fjara undan honum.

Björgunarsveit var kölluð út, en skömmu síðar losnaði báturinn og var aðstoðin þá afturkölluð. Mennirnir munu hafa siglt upp í fjöru og brugðið sér í land, einhverra erinda, en ekki áttað sig á sjávarföllunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×