Icewear virðir ekki fyrirmæli og er nú undir eftirliti Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2014 10:44 Drífa ehf. selur fatnað undir merkjum Icewear og Norwear. Fyrirtækið Drífa ehf., sem selur fatnað undir merkjum Icewear og Norwear, hefur enn ekki bætt úr merkingum á fatnaði sínum. Tíu mánuðir eru liðnir frá því að Neytendastofa dæmdi þær ólöglegar. Því mun Neytendastofa nú hafa eftirlit með fyrrnefndum vörum fyrirtækisins. Samtök iðnaðarins telja Neytendastofu ekki hafa sinnt lögbundnu hlutverki sínu nægilega vel. „Brot Drífu ehf. fólust í því að gefa til kynna að ullarvörur sem að fyrirtækið selur væru íslenskar og framleiddar úr íslenskri afurð,“ að því er segir í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. En fyrirtækið mátti ekki nota slíkar merkingar, til að mynda límmiða með íslenska fánanum, án þess að það væri skýrt hvaðan varan kæmi í raun. Samtök iðnaðarins hafa lagt mikið upp úr því að ljóst sé hvernig vörur sem auglýstar eru frá Íslandi séu íslenskar. Eftir að Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Drífu ehf. væru merkingarnar ólöglegar tók fyrirtækið til við að líma yfir íslenska fánann með merki fyrirtækisins en það var ekki talið nægjanlegt. En fallist var á að fullnægjandi væri að bæta textanum „Designed in Iceland“ á þvottaleiðbeiningar. Með þannig aðgerðum væri fyrirtækið að virða ákvörðun Neytendastofu. Eftir fjölmargar ábendingar til Samtaka iðnaðarins er ljóst að ekki hefur verið bætt úr merkingum á öllum fatnaði Icewear. Því er fyrrnefnt eftirlit Neytendastofu talið nauðsynlegt. Samtök iðnaðarins ávíta Neytendastofu í tilkynningu sinni: „Það verður einnig að teljast með öllu óliðandi að eftirlitsstofnanir sinni ekki sínu lögbundna eftirlitshlutverki. Sá mikli dráttur sem hefur orðið á meðferð málsins hjá Neytendastofu er óásættanlegur.“ Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Fyrirtækið Drífa ehf., sem selur fatnað undir merkjum Icewear og Norwear, hefur enn ekki bætt úr merkingum á fatnaði sínum. Tíu mánuðir eru liðnir frá því að Neytendastofa dæmdi þær ólöglegar. Því mun Neytendastofa nú hafa eftirlit með fyrrnefndum vörum fyrirtækisins. Samtök iðnaðarins telja Neytendastofu ekki hafa sinnt lögbundnu hlutverki sínu nægilega vel. „Brot Drífu ehf. fólust í því að gefa til kynna að ullarvörur sem að fyrirtækið selur væru íslenskar og framleiddar úr íslenskri afurð,“ að því er segir í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. En fyrirtækið mátti ekki nota slíkar merkingar, til að mynda límmiða með íslenska fánanum, án þess að það væri skýrt hvaðan varan kæmi í raun. Samtök iðnaðarins hafa lagt mikið upp úr því að ljóst sé hvernig vörur sem auglýstar eru frá Íslandi séu íslenskar. Eftir að Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Drífu ehf. væru merkingarnar ólöglegar tók fyrirtækið til við að líma yfir íslenska fánann með merki fyrirtækisins en það var ekki talið nægjanlegt. En fallist var á að fullnægjandi væri að bæta textanum „Designed in Iceland“ á þvottaleiðbeiningar. Með þannig aðgerðum væri fyrirtækið að virða ákvörðun Neytendastofu. Eftir fjölmargar ábendingar til Samtaka iðnaðarins er ljóst að ekki hefur verið bætt úr merkingum á öllum fatnaði Icewear. Því er fyrrnefnt eftirlit Neytendastofu talið nauðsynlegt. Samtök iðnaðarins ávíta Neytendastofu í tilkynningu sinni: „Það verður einnig að teljast með öllu óliðandi að eftirlitsstofnanir sinni ekki sínu lögbundna eftirlitshlutverki. Sá mikli dráttur sem hefur orðið á meðferð málsins hjá Neytendastofu er óásættanlegur.“
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira