Innlent

Búið að slökkva eldinn í Sandgerðishöfn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Magnús Magnússon
Eldur logaði í stórum plastbáti í Sandgerðishöfn og var töluverður viðbúnaður hjá Brunavörnum Suðurnesja.

Báturinn heitir Sædís Bára GK og er yfirbyggður plastbátur sem er nýlega smíðaður. Varalið Brunavarna í Sandgerði var kallað út sem og allir á vakt og aukamenn í Reykjanesbæ.

Búið er að slökkva eldinn, sem um tíma var töluverður, en báturinn er stórskemmdur og líklega ónýtur.

Mynd/Magnús Magnússon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×