Innlent

Tvö ár fyrir lífshættulega stunguárás

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness
Maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa stungið mann í Engihjalla í Kópavogi í fyrra með þeim afleiðingum að lífshættulegir áverkar hlutust af.

Stakk hann fórnarlamb sitt tvisvar í framanverðan kviðinn og einu sinni í hægri síðu svo að djúpir skurðir mynduðust. Urðu áverkarnar til þess að fjarlægja þurfti milta mannsins og sauma nýra hans.

Fyrir árásin hlaut hann tveggja ára fangelsi en maðurinn var einnig dæmdur fyrir fjölda þjófnaðarbrota í upphafi þessar árs. Stal hann meðal annars sex Captain Morgan-rommflöskum úr verslunum ÁTVR og matvælum úr Bónus og Krónunni í Kópavogi.

Var honum gert að greiða allan sakarkostnað, eina milljón krónur í miskabætur til fórnarlambs stunguárásinnar og skaðabætur til þeirra verslana þar sem hann fór ófrjálsri hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×