Aukin ýsuveiði ólíkleg næsta áratuginn Svavar Hávarðsson skrifar 14. júní 2014 07:00 Línuveiðar eru ógerlegar án aflaheimilda í ýsu, en hún veiðist í stórum stíl við þorskveiðar. Fréttablaðið/Róbert Vegna lélegrar nýliðunar í ýsu er fyrirsjáanlegt að áratugur muni líða áður en hagsmunaaðilar geta gert sér vonir um auknar aflaheimildir frá því sem nú er. Síðasti góði árgangurinn, sem ýsuveiðin byggir á í dag, stendur vart undir veiði lengur en næstu tvö til þrjú ár. Þetta kemur skýrt fram í gögnum Hafrannsóknastofnunar, en niðurstöður um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2014/2015 voru kynntar á fimmtudag. Ýsuveiðin eftir 2016 mun alfarið byggja á árgöngum frá 2005 sem allir hafa verið litlir, og síðustu sex árgangar eru sérstakt áhyggjuefni. Komi upp sterkur árgangur á næstu árum skiptir það heldur ekki máli hvað veiði varðar fyrr en komið er inn á næsta áratug, en nýr árgangur fer fyrst að telja í veiði eftir þrjú til fjögur ár. Þegar stærð viðmiðunarstofns ýsu er skoðuð og framreikningar Hafrannsóknastofnunar til ársins 2017 sést að afli verður það ár vart meiri en 25.000 tonn, verði aflareglu í tegundinni fylgt. Það er um fjórðungur ýsuaflans fiskveiðiárin frá 2004 til 2008. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er rúmlega 30.000 tonn, um 8.000 tonnum minni en í fyrra. Í því samhengi er þess skemmst að minnast að forsvarsmenn Landsambands smábátaeigenda (LS) gengu á fund atvinnumálanefndar Alþingis fyrr á þessu ári og kröfðust þess að ýsukvótinn yrði aukinn um 5.000 tonn enda fyrirséð að óbreyttu að sjómenn þyrftu að leggja bátum sínum vegna skorts á veiðiheimildum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir fregnirnar grafalvarlegt mál, enda veiðir smábátaflotinn um 30 prósent af allri ýsu. Helming þess leigja sjómenn til sín, þó mjög erfitt sé að fá kvóta leigðan í dag. Leigukvóti er nauðsynlegur, ekki síst til þess að hafa heimildir fyrir meðafla með þorskveiðum bátanna. Ef mál þróast eins og Hafrannsóknarstofnun boðar þá er komið upp vandamál sem verður að greiða úr með sértækum aðgerðum, segir Örn. Annars horfi menn einfaldlega fram á atvinnumissi fjölda fólks, sjómanna og landverkafólks sem sinnir beitningu fyrir línuveiðar bátanna úti um allt land. Þó nokkur hópur sjómanna mun neyðast til að binda bátana sína og snúa sér að öðru,“ segir Örn og bætir við að niðurstöður Hafró komi alls ekki heim og saman við upplifun sjómanna á miðunum. „En á ábendingar okkar hefur ekki verið hlustað, hvorki af ráðherra né öðrum.“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Vegna lélegrar nýliðunar í ýsu er fyrirsjáanlegt að áratugur muni líða áður en hagsmunaaðilar geta gert sér vonir um auknar aflaheimildir frá því sem nú er. Síðasti góði árgangurinn, sem ýsuveiðin byggir á í dag, stendur vart undir veiði lengur en næstu tvö til þrjú ár. Þetta kemur skýrt fram í gögnum Hafrannsóknastofnunar, en niðurstöður um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2014/2015 voru kynntar á fimmtudag. Ýsuveiðin eftir 2016 mun alfarið byggja á árgöngum frá 2005 sem allir hafa verið litlir, og síðustu sex árgangar eru sérstakt áhyggjuefni. Komi upp sterkur árgangur á næstu árum skiptir það heldur ekki máli hvað veiði varðar fyrr en komið er inn á næsta áratug, en nýr árgangur fer fyrst að telja í veiði eftir þrjú til fjögur ár. Þegar stærð viðmiðunarstofns ýsu er skoðuð og framreikningar Hafrannsóknastofnunar til ársins 2017 sést að afli verður það ár vart meiri en 25.000 tonn, verði aflareglu í tegundinni fylgt. Það er um fjórðungur ýsuaflans fiskveiðiárin frá 2004 til 2008. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er rúmlega 30.000 tonn, um 8.000 tonnum minni en í fyrra. Í því samhengi er þess skemmst að minnast að forsvarsmenn Landsambands smábátaeigenda (LS) gengu á fund atvinnumálanefndar Alþingis fyrr á þessu ári og kröfðust þess að ýsukvótinn yrði aukinn um 5.000 tonn enda fyrirséð að óbreyttu að sjómenn þyrftu að leggja bátum sínum vegna skorts á veiðiheimildum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir fregnirnar grafalvarlegt mál, enda veiðir smábátaflotinn um 30 prósent af allri ýsu. Helming þess leigja sjómenn til sín, þó mjög erfitt sé að fá kvóta leigðan í dag. Leigukvóti er nauðsynlegur, ekki síst til þess að hafa heimildir fyrir meðafla með þorskveiðum bátanna. Ef mál þróast eins og Hafrannsóknarstofnun boðar þá er komið upp vandamál sem verður að greiða úr með sértækum aðgerðum, segir Örn. Annars horfi menn einfaldlega fram á atvinnumissi fjölda fólks, sjómanna og landverkafólks sem sinnir beitningu fyrir línuveiðar bátanna úti um allt land. Þó nokkur hópur sjómanna mun neyðast til að binda bátana sína og snúa sér að öðru,“ segir Örn og bætir við að niðurstöður Hafró komi alls ekki heim og saman við upplifun sjómanna á miðunum. „En á ábendingar okkar hefur ekki verið hlustað, hvorki af ráðherra né öðrum.“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira