Aukin ýsuveiði ólíkleg næsta áratuginn Svavar Hávarðsson skrifar 14. júní 2014 07:00 Línuveiðar eru ógerlegar án aflaheimilda í ýsu, en hún veiðist í stórum stíl við þorskveiðar. Fréttablaðið/Róbert Vegna lélegrar nýliðunar í ýsu er fyrirsjáanlegt að áratugur muni líða áður en hagsmunaaðilar geta gert sér vonir um auknar aflaheimildir frá því sem nú er. Síðasti góði árgangurinn, sem ýsuveiðin byggir á í dag, stendur vart undir veiði lengur en næstu tvö til þrjú ár. Þetta kemur skýrt fram í gögnum Hafrannsóknastofnunar, en niðurstöður um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2014/2015 voru kynntar á fimmtudag. Ýsuveiðin eftir 2016 mun alfarið byggja á árgöngum frá 2005 sem allir hafa verið litlir, og síðustu sex árgangar eru sérstakt áhyggjuefni. Komi upp sterkur árgangur á næstu árum skiptir það heldur ekki máli hvað veiði varðar fyrr en komið er inn á næsta áratug, en nýr árgangur fer fyrst að telja í veiði eftir þrjú til fjögur ár. Þegar stærð viðmiðunarstofns ýsu er skoðuð og framreikningar Hafrannsóknastofnunar til ársins 2017 sést að afli verður það ár vart meiri en 25.000 tonn, verði aflareglu í tegundinni fylgt. Það er um fjórðungur ýsuaflans fiskveiðiárin frá 2004 til 2008. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er rúmlega 30.000 tonn, um 8.000 tonnum minni en í fyrra. Í því samhengi er þess skemmst að minnast að forsvarsmenn Landsambands smábátaeigenda (LS) gengu á fund atvinnumálanefndar Alþingis fyrr á þessu ári og kröfðust þess að ýsukvótinn yrði aukinn um 5.000 tonn enda fyrirséð að óbreyttu að sjómenn þyrftu að leggja bátum sínum vegna skorts á veiðiheimildum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir fregnirnar grafalvarlegt mál, enda veiðir smábátaflotinn um 30 prósent af allri ýsu. Helming þess leigja sjómenn til sín, þó mjög erfitt sé að fá kvóta leigðan í dag. Leigukvóti er nauðsynlegur, ekki síst til þess að hafa heimildir fyrir meðafla með þorskveiðum bátanna. Ef mál þróast eins og Hafrannsóknarstofnun boðar þá er komið upp vandamál sem verður að greiða úr með sértækum aðgerðum, segir Örn. Annars horfi menn einfaldlega fram á atvinnumissi fjölda fólks, sjómanna og landverkafólks sem sinnir beitningu fyrir línuveiðar bátanna úti um allt land. Þó nokkur hópur sjómanna mun neyðast til að binda bátana sína og snúa sér að öðru,“ segir Örn og bætir við að niðurstöður Hafró komi alls ekki heim og saman við upplifun sjómanna á miðunum. „En á ábendingar okkar hefur ekki verið hlustað, hvorki af ráðherra né öðrum.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Vegna lélegrar nýliðunar í ýsu er fyrirsjáanlegt að áratugur muni líða áður en hagsmunaaðilar geta gert sér vonir um auknar aflaheimildir frá því sem nú er. Síðasti góði árgangurinn, sem ýsuveiðin byggir á í dag, stendur vart undir veiði lengur en næstu tvö til þrjú ár. Þetta kemur skýrt fram í gögnum Hafrannsóknastofnunar, en niðurstöður um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2014/2015 voru kynntar á fimmtudag. Ýsuveiðin eftir 2016 mun alfarið byggja á árgöngum frá 2005 sem allir hafa verið litlir, og síðustu sex árgangar eru sérstakt áhyggjuefni. Komi upp sterkur árgangur á næstu árum skiptir það heldur ekki máli hvað veiði varðar fyrr en komið er inn á næsta áratug, en nýr árgangur fer fyrst að telja í veiði eftir þrjú til fjögur ár. Þegar stærð viðmiðunarstofns ýsu er skoðuð og framreikningar Hafrannsóknastofnunar til ársins 2017 sést að afli verður það ár vart meiri en 25.000 tonn, verði aflareglu í tegundinni fylgt. Það er um fjórðungur ýsuaflans fiskveiðiárin frá 2004 til 2008. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er rúmlega 30.000 tonn, um 8.000 tonnum minni en í fyrra. Í því samhengi er þess skemmst að minnast að forsvarsmenn Landsambands smábátaeigenda (LS) gengu á fund atvinnumálanefndar Alþingis fyrr á þessu ári og kröfðust þess að ýsukvótinn yrði aukinn um 5.000 tonn enda fyrirséð að óbreyttu að sjómenn þyrftu að leggja bátum sínum vegna skorts á veiðiheimildum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir fregnirnar grafalvarlegt mál, enda veiðir smábátaflotinn um 30 prósent af allri ýsu. Helming þess leigja sjómenn til sín, þó mjög erfitt sé að fá kvóta leigðan í dag. Leigukvóti er nauðsynlegur, ekki síst til þess að hafa heimildir fyrir meðafla með þorskveiðum bátanna. Ef mál þróast eins og Hafrannsóknarstofnun boðar þá er komið upp vandamál sem verður að greiða úr með sértækum aðgerðum, segir Örn. Annars horfi menn einfaldlega fram á atvinnumissi fjölda fólks, sjómanna og landverkafólks sem sinnir beitningu fyrir línuveiðar bátanna úti um allt land. Þó nokkur hópur sjómanna mun neyðast til að binda bátana sína og snúa sér að öðru,“ segir Örn og bætir við að niðurstöður Hafró komi alls ekki heim og saman við upplifun sjómanna á miðunum. „En á ábendingar okkar hefur ekki verið hlustað, hvorki af ráðherra né öðrum.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira