Innlent

Alvarlega slösuð á gjörgæsludeild

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Kona sem lenti í alvarlegu bílslysi við Hveravelli í gærkvöld, liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hún er nú í aðgerð vegna áverka sinna samkvæmt vakthafandi lækni.

Tvær manneskjur, erlendir ferðamenn voru í bílnum fór út af veginum og valt nokkra hringi, samkvæmt Lögreglunni á Blönduósi. Ekki var um árekstur að ræða. Báðar manneskjur voru fluttar með þyrlunni suður.

Konan hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×