Innlent

Bílvelta við Hveravelli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/PJETUR
Kona var flutt með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík eftir bílslys við Hveravelli í kvöld.

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi fór bíll konunnar út af veginum og valt nokkra hringi. Ekki var um árekstur að ræða.

Tvær manneskjur voru í bílnum og voru þær báðar fluttar með þyrlu til höfuðborgarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hlaut konan sem um ræðir höfuðáverka og er talinn nokkuð alvarlega slösuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×