Innlent

Kinnhestur og klifrað í vinnupöllum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/STEFÁN
Svo oft sem áður var töluvert um að vera hjá lögreglunni aðfaranótt sunnudags.

Í Austurbæ var par handtekið við hús í Álfheimum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Á maðurinn að hafa verið að klifra í vinnupöllum sem stóðu við hús eitt í hverfinu og stóð spúsa hans hjá, en bæði voru þau í annarlegu ástandi. Fengu þau bæði að gista fangaklefa á meðan rann af þeim.

Skömmu fyrir klukkan fimm í morgun var ungur maður handtekinn fyrir að með ólæti á slysadeild Landspítalans. Var hann einnig í annarlegu ástandi og fékk hann að gista fangageymslur lögreglunnar meðan ástand hans lagast.

Í Kópavogi var það sama uppi á teningnum. Ungur maður óskaði eftir aðstoð lögreglunnar við Veitinga hús í Kópavogi. Maðurinn sagði kærustu sína hafa slegið sig í andlitið og var hann með roða á kinn.  Sagðist hann ætla að leita aðstoðar á slysadeild en nánari upplýsingar um ævinýri hans liggja ekki fyrir.

Annar ungur maður komst í kast við lögin skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Á hann að hafa brotist inn í söluturn í Breiðholti og náðist hann á hlaupum af vettvangi. Ungi maðurinn var undir vímu áhrifum og vistaður í fangageymslu þangað til að hann verður viðræðuhæfur. Sökum ungs aldurs, maðurinn er einungis sextán ára gamall, var foreldri hans gert viðvart um næturævintýri piltsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×