Innlent

Vélhjólamaður í kröppum dansi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/SKjáskot
Litlu mátti muna að illa færi þegar vöruflutningabíll á Vesturlandsvegi ók í veg fyrir vélhjólamann.

Atvikið náðist á myndbandi og hefur það vakið mikla athygli eftir að það rataði á netið fyrir helgi.

Myndbandið má sjá hér að neðan en á því sést hvernig vélhjólamaðurinn, sem ekur í átt að hringtorgi í Mosfellsbæ, þarf að bregðast við með hraði þegar vöruflutningabíllinn ekur inn á innri akrein hringtorgsins.

Neyðist vélhjólamaðurinn til að keyra upp á hringtorgið til að koma í veg fyrir slys og ljóst er að ekki mátti mikið út af bregða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×