Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júní 2014 18:43 Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. Í apríl sneri Hæstiréttur við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. Málinu hafði verið vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að ákæra uppfyllti ekki kröfur laga um meðferð sakamála um skýrleika ákæru. Hæstiréttur féllst ekki á það og því fer málið aftur fyrir héraðsdóm. Reglur um gjaldeyrismál sem mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið voru hins vegar ekki réttilega settar því það vantaði staðfestingu viðskiptaráðherra á reglunum eins og lög um gjaldeyrismál gerðu áskilnað um. Í bréfi sérstaks saksóknara til verjenda eins ákærðu til Aserta-málinu segir: „Vísað er til bréfs þíns til embættisins dags. 21. mars sl. í því er vísað til upplýsinga um samskipti embættisins við Seðlabanka Íslands vegna reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem bankinn reyndist hafa gefið út án lögáskilins samþykkis viðskiptaráðherra.“Engin staðfesting fannst Í tölvupósti til sérstaks saksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir yfirlögfræðingur Seðlabankans: „Í bankanum hafa heldur ekki fundist neinir tölvupóstar sem formlega staðfesta staðfestingu ráðherra“ og „því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráðherra finnst.“ Fyrir Hæstarétti í Aserta-málinu byggði sérstakur saksóknari eingöngu á heimfærslu til ákvæða laga um gjaldeyrismál en ekki umræddra reglna þar sem fyrir lá að þær gætu ekki talist tæk refsiheimild.Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um niðurfellingu Í mars ákvað embætti sérstaks saksóknara að fella niður öll mál sem tengjast meintum brotum á umræddum reglum eða alls sjö mál. Í kjölfarið kærði Seðlabankinn þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Hefur ríkissaksóknari nú staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um niðurfellingu allra þessara mála. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú til skoðunar að fella niður hluta tíu mála til viðbótar af sömu ástæðu hjá embætti sérstaks saksóknara. Þ.e. þann hluta þessara mála sem snýr að meintum brotum á reglum 1130/2008, sem ekki eru tæk refsiheimild af framangreindum ástæðum. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. Í apríl sneri Hæstiréttur við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. Málinu hafði verið vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að ákæra uppfyllti ekki kröfur laga um meðferð sakamála um skýrleika ákæru. Hæstiréttur féllst ekki á það og því fer málið aftur fyrir héraðsdóm. Reglur um gjaldeyrismál sem mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið voru hins vegar ekki réttilega settar því það vantaði staðfestingu viðskiptaráðherra á reglunum eins og lög um gjaldeyrismál gerðu áskilnað um. Í bréfi sérstaks saksóknara til verjenda eins ákærðu til Aserta-málinu segir: „Vísað er til bréfs þíns til embættisins dags. 21. mars sl. í því er vísað til upplýsinga um samskipti embættisins við Seðlabanka Íslands vegna reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem bankinn reyndist hafa gefið út án lögáskilins samþykkis viðskiptaráðherra.“Engin staðfesting fannst Í tölvupósti til sérstaks saksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir yfirlögfræðingur Seðlabankans: „Í bankanum hafa heldur ekki fundist neinir tölvupóstar sem formlega staðfesta staðfestingu ráðherra“ og „því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráðherra finnst.“ Fyrir Hæstarétti í Aserta-málinu byggði sérstakur saksóknari eingöngu á heimfærslu til ákvæða laga um gjaldeyrismál en ekki umræddra reglna þar sem fyrir lá að þær gætu ekki talist tæk refsiheimild.Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um niðurfellingu Í mars ákvað embætti sérstaks saksóknara að fella niður öll mál sem tengjast meintum brotum á umræddum reglum eða alls sjö mál. Í kjölfarið kærði Seðlabankinn þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Hefur ríkissaksóknari nú staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um niðurfellingu allra þessara mála. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú til skoðunar að fella niður hluta tíu mála til viðbótar af sömu ástæðu hjá embætti sérstaks saksóknara. Þ.e. þann hluta þessara mála sem snýr að meintum brotum á reglum 1130/2008, sem ekki eru tæk refsiheimild af framangreindum ástæðum.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira