Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júní 2014 18:43 Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. Í apríl sneri Hæstiréttur við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. Málinu hafði verið vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að ákæra uppfyllti ekki kröfur laga um meðferð sakamála um skýrleika ákæru. Hæstiréttur féllst ekki á það og því fer málið aftur fyrir héraðsdóm. Reglur um gjaldeyrismál sem mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið voru hins vegar ekki réttilega settar því það vantaði staðfestingu viðskiptaráðherra á reglunum eins og lög um gjaldeyrismál gerðu áskilnað um. Í bréfi sérstaks saksóknara til verjenda eins ákærðu til Aserta-málinu segir: „Vísað er til bréfs þíns til embættisins dags. 21. mars sl. í því er vísað til upplýsinga um samskipti embættisins við Seðlabanka Íslands vegna reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem bankinn reyndist hafa gefið út án lögáskilins samþykkis viðskiptaráðherra.“Engin staðfesting fannst Í tölvupósti til sérstaks saksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir yfirlögfræðingur Seðlabankans: „Í bankanum hafa heldur ekki fundist neinir tölvupóstar sem formlega staðfesta staðfestingu ráðherra“ og „því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráðherra finnst.“ Fyrir Hæstarétti í Aserta-málinu byggði sérstakur saksóknari eingöngu á heimfærslu til ákvæða laga um gjaldeyrismál en ekki umræddra reglna þar sem fyrir lá að þær gætu ekki talist tæk refsiheimild.Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um niðurfellingu Í mars ákvað embætti sérstaks saksóknara að fella niður öll mál sem tengjast meintum brotum á umræddum reglum eða alls sjö mál. Í kjölfarið kærði Seðlabankinn þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Hefur ríkissaksóknari nú staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um niðurfellingu allra þessara mála. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú til skoðunar að fella niður hluta tíu mála til viðbótar af sömu ástæðu hjá embætti sérstaks saksóknara. Þ.e. þann hluta þessara mála sem snýr að meintum brotum á reglum 1130/2008, sem ekki eru tæk refsiheimild af framangreindum ástæðum. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. Í apríl sneri Hæstiréttur við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. Málinu hafði verið vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að ákæra uppfyllti ekki kröfur laga um meðferð sakamála um skýrleika ákæru. Hæstiréttur féllst ekki á það og því fer málið aftur fyrir héraðsdóm. Reglur um gjaldeyrismál sem mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið voru hins vegar ekki réttilega settar því það vantaði staðfestingu viðskiptaráðherra á reglunum eins og lög um gjaldeyrismál gerðu áskilnað um. Í bréfi sérstaks saksóknara til verjenda eins ákærðu til Aserta-málinu segir: „Vísað er til bréfs þíns til embættisins dags. 21. mars sl. í því er vísað til upplýsinga um samskipti embættisins við Seðlabanka Íslands vegna reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem bankinn reyndist hafa gefið út án lögáskilins samþykkis viðskiptaráðherra.“Engin staðfesting fannst Í tölvupósti til sérstaks saksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir yfirlögfræðingur Seðlabankans: „Í bankanum hafa heldur ekki fundist neinir tölvupóstar sem formlega staðfesta staðfestingu ráðherra“ og „því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráðherra finnst.“ Fyrir Hæstarétti í Aserta-málinu byggði sérstakur saksóknari eingöngu á heimfærslu til ákvæða laga um gjaldeyrismál en ekki umræddra reglna þar sem fyrir lá að þær gætu ekki talist tæk refsiheimild.Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um niðurfellingu Í mars ákvað embætti sérstaks saksóknara að fella niður öll mál sem tengjast meintum brotum á umræddum reglum eða alls sjö mál. Í kjölfarið kærði Seðlabankinn þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Hefur ríkissaksóknari nú staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um niðurfellingu allra þessara mála. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú til skoðunar að fella niður hluta tíu mála til viðbótar af sömu ástæðu hjá embætti sérstaks saksóknara. Þ.e. þann hluta þessara mála sem snýr að meintum brotum á reglum 1130/2008, sem ekki eru tæk refsiheimild af framangreindum ástæðum.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira