Uppbótartíminn: Jóhannes Valgeirs vildi sjá rautt 16. júní 2014 13:00 Abel Dhaira á flugi í gær. Vísir/Stefán Áttunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH heldur tveggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir jafntefli gegn Þór í Kaplakrika. Taplausu liðin tvö, ÍBV og Breiðablik, mættust í Kópavogi þar sem liðin skyldu jöfn. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðinnar má sjá hér:FH - ÞórBreiðablik - ÍBVValur - Víkingur R.Fjölnir - FramKR - FylkirKeflavík - StjarnanVísir/StefánGóð umferð fyrir...Sindra Snæ Magnússon, Keflavík Sindri átti frábæran leik inn á miðjunni hjá Keflavík í 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í gær. Sindri skoraði sín fyrstu mörk í Keflavíkurtreyjunni og kom það seinna með glæsilegu skoti. Tryggði Keflvíkingum eitt stig og þeir halda áfram í við toppliðin.Jonathan Glenn, ÍBV Jonathan Glenn var gagnrýndur í upphafi móts enda gekk honum illa að finna netmöskvana í liði sem þurfti á mörkum að halda. Tvö mörk í tveimur leikjum í röð og það er allt annað að sjá til leikmannsins en hann var valinn besti maður vallarins í jafntefli gegn Breiðablik í gær að mati Vísis.Bjarna Guðjónsson, þjálfara Fram Sigur Fram á Fjölni í gær hefur eflaust létt töluvert undan Bjarna sem er á sínu fyrsta tímabili í þjálfun. Lærisveinar Bjarna höfðu fengið töluverða gangrýni undanfarnar vikur eftir dræman árangur en sigurinn í gær skaut Fram upp í áttunda sæti.Erfið umferð fyrir ...Ágúst Gylfa og Fjölnismenn Eftir sex leiki án taps hafa síðustu tveir leikir á heimavelli tapast. Fjölnir átti möguleika á því að stela stigi gegn FH í síðustu umferð en tapið gegn Fram í gær var stórt og spurning hvernig strákarnir hans Ágústs bregðist við.ÍBV og Breiðablik Stuðningsmenn beggja liða hafa eflaust hlakka til leiksins í gær og hugað að hér kæmi fyrsti sigurinn í sumar. Svo fór að liðin tóku eitt stig hvort og eru enn sigurlaus eftir átta umferðir. Liðunum var spáð töluvert betra gengi á tímabilinu og með hverjum sigrinum skapast meiri örvænting.Magga Gylfa og Valsmenn Valur hefur mætt Víking Reykjavík þrisvar sinnum á þessu ári og hafa nýliðar Víkings alltaf farið með sigur af hólmi. Markmið Valsmanna er Evrópusæti en liðið má ekki við stigum á heimavelli ætli þeir sér slíkt. Valsmönnum gekk illa að ráða við Aron Elís Þrándarson á Vodafone vellinum.Vísir/StefánTölfræðin: KR-ingar hafa unnið tíu síðustu deildarleiki sína á KR-vellinum allt frá því að liðið gerði 1-1 jafntefli við Blika í lok maí í fyrra. KR-liðið hefur aðeins unnið 6 af 14 deildarleikjum sínum á öðrum völlum á sama tíma. Fram og FH eru einu lið Pepsi-deildarinnar sem hafa skorað í öllum átta leikjum sínum í sumar. Fram er markahæsta lið deildarinnar ásamt Þór en þau bæði eru með fjórtán mörk. 11 af 14 mörkum Framara í Pepsi-deildinni í sumar hafa verið skoruð að leikmönnum sem voru að skora sitt fyrsta Pepsi-deildar mark í sumar. Það eru liðin 18 ár síðan að Blikar voru síðast án sigurs eftir átta umferðir en fyrsti sigur Breiðabliks sumarið 1996 kom ekki fyrr en í níunda leik. Blikar fengu þá aðeins 3 stig í fyrstu 8 leikjunum og féllu um haustið. Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, hefur í tvígang náð að halda marki sínu hreinu samfellt í yfir 300 mínútur í fyrstu átta umferðum Pepsi-deildarinnar. Fyrst í 360 mínútur og svo í 323 mínútur. Andstæðingar Þórsara hafa skorað fyrsta markið í 7 af 8 leikjum Þórs-liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Eini sigur Þórsliðins kom í leiknum þar sem þeir skoruðu fyrsta markið í 5-0 sigri á Fylki.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Kolbeinn Tumi Daðason á KR-vellinum: Við Bjarni Fel sitjum hér, hlið við hlið, og grátum tap Íslands í umspilinu gegn Bosníu í handboltanum. Heldur betur svekkjandi.Ari Erlingsson á Kópavogsvelli: Klukkar er orðin 17:00 en leikurinn er ekki enn kominn í gang. Það virðist vera eitthvað vesen með marknetið á öðru markinu. Vallarstarfsmenn eru að kippa þessu í lag, á meðan bíðum við bara og hlustum á Queen í hljóðkerfinu. Leikmenn halda sér heitum á meðan.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Arnþór Ari Atlason, Fram - 8 Aron Elís Þrándarson, Víkingi - 8 Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki - 8 Ingvar Þór Kale, Víkingi - 8 Jonathan Glenn, ÍBV - 8 Kristján Gauti Emilsson, FH - 7 Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 8 Einar Karl Ingvarsson, Fjölni - 3 Gunnar Örn Jónsson, Fylki - 3 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki - 3 Víðir Þorvarðarson, ÍBV - 3Umræðan á Twitter:Það segir svo mikið um Pepsímörkin að maður sé að sleppa Argentínu - Bosníu til að geta horft á þáttinn. Mjög gott sjónvarp. #PEPSI365— Hrannar Már (@HrannarEmm) June 15, 2014 Mér verður heitt þegar ég sé Pál Viðar. Best klæddi þjálfari heims. Yrði líklega í úlpunni á Mallorca. #pepsi365— Henry Birgir (@henrybirgir) June 15, 2014 Af hverju í ósköpunum er Haraldur ekki rekinn af velli fyrir að ræna augljósu marktökifæri ? #pepsi365— Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) June 15, 2014 Good to get on scoresheet again but have to settle with one point. Fair result vs a good team away I guess. #PEPSI365 #pepsideildin— Jeppe Hansen (@Jeppe29) June 15, 2014 Tveir sem hafa afrekað að vera valdir bæði bestur og efnilegastur sama ár í 1. deildinni. Aron Elís og Aron Jóhannsson. #pepsi365— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 15, 2014 Præst með "NOLOOK" pass inn fyrir vörn Keflvíkinga. Körfuboltamove. #Pepsi365 #fotbolti— Flameboypro (@Flameboypro) June 15, 2014 Ásgeir Marteinsson a.k.a. Herkúles #grísktgoð #pepsi365— Fjóla Sig (@fjolasig4) June 15, 2014 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. 15. júní 2014 00:01 Umföllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fram 1-4 | Annað tap Fjölnis í röð Fram skellti Fjölni 4-1 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Fram en liðið var 2-0 yfir í hálfleik. 15. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Þór 1-1 | Þór nældi í stig í Kaplakrika Þór nældi í stig gegn FH í Kaplakrika í dag í fjörugum leik. FH stýrði leiknum fyrsta klukkutíma leiksins en eftir jöfnunarmark Þórs gátu bæði liðin stolið sigrinum. 15. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fylkir 1-0 | Grétar hetja KR Íslandsmeistarar KR sýndu enga meistaratakta en lönduðu samt stigunum þremur í 1-0 sigri á Fylki. 15. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 2-2 | Sindri Snær tryggði Keflavík jafntefli Liðin í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar mætast í sjónvarpsleik kvöldsins. 15. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Bæði lið enn án sigurs Jonathan Glenn tryggði Eyjamönnum jafntefli í Kópavogi. 15. júní 2014 00:01 Blikar og Eyjamenn án sigurs eftir átta umferðir | öll úrslitin FH á toppnum eftir átta umferðir þrátt fyrir jafntefli gegn Þór. 15. júní 2014 16:35 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
Áttunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH heldur tveggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir jafntefli gegn Þór í Kaplakrika. Taplausu liðin tvö, ÍBV og Breiðablik, mættust í Kópavogi þar sem liðin skyldu jöfn. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðinnar má sjá hér:FH - ÞórBreiðablik - ÍBVValur - Víkingur R.Fjölnir - FramKR - FylkirKeflavík - StjarnanVísir/StefánGóð umferð fyrir...Sindra Snæ Magnússon, Keflavík Sindri átti frábæran leik inn á miðjunni hjá Keflavík í 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í gær. Sindri skoraði sín fyrstu mörk í Keflavíkurtreyjunni og kom það seinna með glæsilegu skoti. Tryggði Keflvíkingum eitt stig og þeir halda áfram í við toppliðin.Jonathan Glenn, ÍBV Jonathan Glenn var gagnrýndur í upphafi móts enda gekk honum illa að finna netmöskvana í liði sem þurfti á mörkum að halda. Tvö mörk í tveimur leikjum í röð og það er allt annað að sjá til leikmannsins en hann var valinn besti maður vallarins í jafntefli gegn Breiðablik í gær að mati Vísis.Bjarna Guðjónsson, þjálfara Fram Sigur Fram á Fjölni í gær hefur eflaust létt töluvert undan Bjarna sem er á sínu fyrsta tímabili í þjálfun. Lærisveinar Bjarna höfðu fengið töluverða gangrýni undanfarnar vikur eftir dræman árangur en sigurinn í gær skaut Fram upp í áttunda sæti.Erfið umferð fyrir ...Ágúst Gylfa og Fjölnismenn Eftir sex leiki án taps hafa síðustu tveir leikir á heimavelli tapast. Fjölnir átti möguleika á því að stela stigi gegn FH í síðustu umferð en tapið gegn Fram í gær var stórt og spurning hvernig strákarnir hans Ágústs bregðist við.ÍBV og Breiðablik Stuðningsmenn beggja liða hafa eflaust hlakka til leiksins í gær og hugað að hér kæmi fyrsti sigurinn í sumar. Svo fór að liðin tóku eitt stig hvort og eru enn sigurlaus eftir átta umferðir. Liðunum var spáð töluvert betra gengi á tímabilinu og með hverjum sigrinum skapast meiri örvænting.Magga Gylfa og Valsmenn Valur hefur mætt Víking Reykjavík þrisvar sinnum á þessu ári og hafa nýliðar Víkings alltaf farið með sigur af hólmi. Markmið Valsmanna er Evrópusæti en liðið má ekki við stigum á heimavelli ætli þeir sér slíkt. Valsmönnum gekk illa að ráða við Aron Elís Þrándarson á Vodafone vellinum.Vísir/StefánTölfræðin: KR-ingar hafa unnið tíu síðustu deildarleiki sína á KR-vellinum allt frá því að liðið gerði 1-1 jafntefli við Blika í lok maí í fyrra. KR-liðið hefur aðeins unnið 6 af 14 deildarleikjum sínum á öðrum völlum á sama tíma. Fram og FH eru einu lið Pepsi-deildarinnar sem hafa skorað í öllum átta leikjum sínum í sumar. Fram er markahæsta lið deildarinnar ásamt Þór en þau bæði eru með fjórtán mörk. 11 af 14 mörkum Framara í Pepsi-deildinni í sumar hafa verið skoruð að leikmönnum sem voru að skora sitt fyrsta Pepsi-deildar mark í sumar. Það eru liðin 18 ár síðan að Blikar voru síðast án sigurs eftir átta umferðir en fyrsti sigur Breiðabliks sumarið 1996 kom ekki fyrr en í níunda leik. Blikar fengu þá aðeins 3 stig í fyrstu 8 leikjunum og féllu um haustið. Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, hefur í tvígang náð að halda marki sínu hreinu samfellt í yfir 300 mínútur í fyrstu átta umferðum Pepsi-deildarinnar. Fyrst í 360 mínútur og svo í 323 mínútur. Andstæðingar Þórsara hafa skorað fyrsta markið í 7 af 8 leikjum Þórs-liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Eini sigur Þórsliðins kom í leiknum þar sem þeir skoruðu fyrsta markið í 5-0 sigri á Fylki.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Kolbeinn Tumi Daðason á KR-vellinum: Við Bjarni Fel sitjum hér, hlið við hlið, og grátum tap Íslands í umspilinu gegn Bosníu í handboltanum. Heldur betur svekkjandi.Ari Erlingsson á Kópavogsvelli: Klukkar er orðin 17:00 en leikurinn er ekki enn kominn í gang. Það virðist vera eitthvað vesen með marknetið á öðru markinu. Vallarstarfsmenn eru að kippa þessu í lag, á meðan bíðum við bara og hlustum á Queen í hljóðkerfinu. Leikmenn halda sér heitum á meðan.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Arnþór Ari Atlason, Fram - 8 Aron Elís Þrándarson, Víkingi - 8 Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki - 8 Ingvar Þór Kale, Víkingi - 8 Jonathan Glenn, ÍBV - 8 Kristján Gauti Emilsson, FH - 7 Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 8 Einar Karl Ingvarsson, Fjölni - 3 Gunnar Örn Jónsson, Fylki - 3 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki - 3 Víðir Þorvarðarson, ÍBV - 3Umræðan á Twitter:Það segir svo mikið um Pepsímörkin að maður sé að sleppa Argentínu - Bosníu til að geta horft á þáttinn. Mjög gott sjónvarp. #PEPSI365— Hrannar Már (@HrannarEmm) June 15, 2014 Mér verður heitt þegar ég sé Pál Viðar. Best klæddi þjálfari heims. Yrði líklega í úlpunni á Mallorca. #pepsi365— Henry Birgir (@henrybirgir) June 15, 2014 Af hverju í ósköpunum er Haraldur ekki rekinn af velli fyrir að ræna augljósu marktökifæri ? #pepsi365— Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) June 15, 2014 Good to get on scoresheet again but have to settle with one point. Fair result vs a good team away I guess. #PEPSI365 #pepsideildin— Jeppe Hansen (@Jeppe29) June 15, 2014 Tveir sem hafa afrekað að vera valdir bæði bestur og efnilegastur sama ár í 1. deildinni. Aron Elís og Aron Jóhannsson. #pepsi365— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 15, 2014 Præst með "NOLOOK" pass inn fyrir vörn Keflvíkinga. Körfuboltamove. #Pepsi365 #fotbolti— Flameboypro (@Flameboypro) June 15, 2014 Ásgeir Marteinsson a.k.a. Herkúles #grísktgoð #pepsi365— Fjóla Sig (@fjolasig4) June 15, 2014
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. 15. júní 2014 00:01 Umföllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fram 1-4 | Annað tap Fjölnis í röð Fram skellti Fjölni 4-1 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Fram en liðið var 2-0 yfir í hálfleik. 15. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Þór 1-1 | Þór nældi í stig í Kaplakrika Þór nældi í stig gegn FH í Kaplakrika í dag í fjörugum leik. FH stýrði leiknum fyrsta klukkutíma leiksins en eftir jöfnunarmark Þórs gátu bæði liðin stolið sigrinum. 15. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fylkir 1-0 | Grétar hetja KR Íslandsmeistarar KR sýndu enga meistaratakta en lönduðu samt stigunum þremur í 1-0 sigri á Fylki. 15. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 2-2 | Sindri Snær tryggði Keflavík jafntefli Liðin í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar mætast í sjónvarpsleik kvöldsins. 15. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Bæði lið enn án sigurs Jonathan Glenn tryggði Eyjamönnum jafntefli í Kópavogi. 15. júní 2014 00:01 Blikar og Eyjamenn án sigurs eftir átta umferðir | öll úrslitin FH á toppnum eftir átta umferðir þrátt fyrir jafntefli gegn Þór. 15. júní 2014 16:35 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Víkingur 1-2 | Annar sigur Víkinga í röð Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þeir báru sigurorð af Val á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. 15. júní 2014 00:01
Umföllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fram 1-4 | Annað tap Fjölnis í röð Fram skellti Fjölni 4-1 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Fram en liðið var 2-0 yfir í hálfleik. 15. júní 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Þór 1-1 | Þór nældi í stig í Kaplakrika Þór nældi í stig gegn FH í Kaplakrika í dag í fjörugum leik. FH stýrði leiknum fyrsta klukkutíma leiksins en eftir jöfnunarmark Þórs gátu bæði liðin stolið sigrinum. 15. júní 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fylkir 1-0 | Grétar hetja KR Íslandsmeistarar KR sýndu enga meistaratakta en lönduðu samt stigunum þremur í 1-0 sigri á Fylki. 15. júní 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 2-2 | Sindri Snær tryggði Keflavík jafntefli Liðin í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar mætast í sjónvarpsleik kvöldsins. 15. júní 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Bæði lið enn án sigurs Jonathan Glenn tryggði Eyjamönnum jafntefli í Kópavogi. 15. júní 2014 00:01
Blikar og Eyjamenn án sigurs eftir átta umferðir | öll úrslitin FH á toppnum eftir átta umferðir þrátt fyrir jafntefli gegn Þór. 15. júní 2014 16:35