Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Þór 1-1 | Þór nældi í stig í Kaplakrika Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 15. júní 2014 00:01 Ólafur Páll Snorrason, leikmaður FH. Vísir/Valli Þór nældi í stig gegn FH í Kaplakrika í dag í fjörugum leik. FH stýrði leiknum fyrsta klukkutíma leiksins en eftir jöfnunarmark Þórs gátu bæði liðin stolið sigrinum. Liðin eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. FH situr á toppi Pepsi-deildarinnar á meðan Þórsliðið er í ellefta sæti. FH stýrði leiknum frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir snemma leiks. Kristján Gauti Emilsson var þá einn á auðum sjó á fjærstöng og skallaði fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar í autt netið. FH fékk fjöldan allra færa til að bæta við í fyrri hálfleik en náðu ekki að koma boltanum í netið. Yfirburðir FH héldu áfram í upphafi seinni hálfleiks en næsta mark kom þvert á gang leiksins.Jóhann Helgi Hannesson komst inn í slaka sendingu Sam Hewson, lék á Pétur Viðarsson og Róbert Örn Óskarsson og renndi boltanum í autt netið. Köld vatnsgusa í andlit leikmanna FH sem höfðu engin færi gefið á sér fram að því. Seinasta hálftíma leiksins var meira jafnræði í leiknum en færin féllu fyrir gestina að norðan. Besta færið féll fyrir fætur Sveins Elíasar Jónssonar á lokasekúndum leiksins þegar hann slapp einn í gegn en renndi boltanum framhjá markinu. Jafntefli staðreynd að lokum og geta bæði liðin verið ósátt með að taka ekki stigin þrjú. FH-ingar áttu að vera löngu búnir að gera út um leikinn og gagnrýndi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hugsunarhátt leikmanna liðsins í viðtölum eftir leikinn. Þórsarar geta verið sáttir með stig en hefðu auðveldlega tekið stigin þrjú norður. Spilamennskan var slök framan af en eftir jöfnunarmarkið fengu norðanmenn góð færi til þess að bæta við en náðu ekki að nýta þau. Heimir: Spilamennskan angaði af áhugaleysi og úrræðaleysi„Ég er mjög óánægður með þetta, við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtölum eftir leikinn. „Spilamennskan í fyrri hálfleik var ágæt. Við létum boltann ganga og náðum að opna þá, skapa okkur færi og skora eitt mark.“ Heimir var óánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur var ekki góður, við höfðum engan áhuga á að spila hann. Þórsarar ná að skora mark og eftir það voru þeir sterkari aðilinn. Spilamennskan í FH liðinu angaði af áhugaleysi og úrræðaleysi.“ Erfiðleikar FH-inga fyrir framan markið héldu áfram í dag en liðið hefur skorað tíu mörk í átta leikjum. „Ég hef engar áhyggjur af því, við sköpuðum aragrúa af færum í fyrri hálfleik. Það sem ég hef áhyggjur af er að í velgengni þá þarf að halda haus og við gerðum það ekki." „Að vera 1-0 yfir er aldrei örugg staða. Við þurfum að fara að hugsa að þegar eru möguleikar á því að skora nokkur mörk að gera það. Það var til staðar í fyrri hálfleik en við nýttum það ekki,“ sagði Heimir. Jóhann Helgi: Það er hægt að byggja á þessu„Ég er ósáttur með að hafa ekki unnið þetta undir lokin,“ sagði Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs eftir leikinn. „Við erum ekki að klára færin okkar í dag, við hefðum hæglega getað unnið þennan leik. Svenni var óheppinn að ná ekki að setja hann hérna undir lokin.“ FH stýrði leiknum í dag en Þórsliðið góð færi til þess að stela stigunum þremur. „Við lögðum upp með að liggja aftur og reyna að sækja hratt á þá. Eftir að við jöfnum leikinn þurfa þeir að koma ofar til þess að sækja stigin og þá opnast fyrir okkur.“ „Við ætluðum að halda hreinu og þá hefðu þurft að koma framar til þess að sækja stigin. Það tókst fyrir utan að við fáum á okkur eitt mark. Við viljum sitja til baka og sækja hratt.“ Jóhann sá marga jákvæða punkta. „Við erum búnir að fá á okkur allt of mikið af mörkum. Að fá bara eitt mark á sig gegn FH í Kaplakrika er ekki það sem við viljum en við getum ekki kvartað. Það er hægt að byggja á þessu,“ sagði Jóhann. Kristján Gauti: Vantaði að klára færin„Við verðum að læra að klára leikina betur,“ sagði Kristján Gauti Emilsson, leikmaður FH, hundsvekktur eftir leikinn. „Þeir voru ekki búnir að skapa sér nein færi þegar jöfnunarmarkið kom en við verðum bara að læra af þessu,“ Kristján Gauti átti góðan leik í liði FH í fremstu víglínu. „Við spilum eftir okkar plani. Við reynum að spila upp kantana og það virkaði vel í leiknum. Það vantaði bara að klára fleiri færi.“ Þór skoraði með fyrsta skoti sínu í leiknum. „Við getum aðeins sjálfum okkur kennt að hafa ekki klárað leikinn fyrr. Það er aldrei öruggt að vera með 1-0 forskot og við hefðum þurft að bæta við,“ sagði Kristján. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Þór nældi í stig gegn FH í Kaplakrika í dag í fjörugum leik. FH stýrði leiknum fyrsta klukkutíma leiksins en eftir jöfnunarmark Þórs gátu bæði liðin stolið sigrinum. Liðin eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. FH situr á toppi Pepsi-deildarinnar á meðan Þórsliðið er í ellefta sæti. FH stýrði leiknum frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir snemma leiks. Kristján Gauti Emilsson var þá einn á auðum sjó á fjærstöng og skallaði fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar í autt netið. FH fékk fjöldan allra færa til að bæta við í fyrri hálfleik en náðu ekki að koma boltanum í netið. Yfirburðir FH héldu áfram í upphafi seinni hálfleiks en næsta mark kom þvert á gang leiksins.Jóhann Helgi Hannesson komst inn í slaka sendingu Sam Hewson, lék á Pétur Viðarsson og Róbert Örn Óskarsson og renndi boltanum í autt netið. Köld vatnsgusa í andlit leikmanna FH sem höfðu engin færi gefið á sér fram að því. Seinasta hálftíma leiksins var meira jafnræði í leiknum en færin féllu fyrir gestina að norðan. Besta færið féll fyrir fætur Sveins Elíasar Jónssonar á lokasekúndum leiksins þegar hann slapp einn í gegn en renndi boltanum framhjá markinu. Jafntefli staðreynd að lokum og geta bæði liðin verið ósátt með að taka ekki stigin þrjú. FH-ingar áttu að vera löngu búnir að gera út um leikinn og gagnrýndi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hugsunarhátt leikmanna liðsins í viðtölum eftir leikinn. Þórsarar geta verið sáttir með stig en hefðu auðveldlega tekið stigin þrjú norður. Spilamennskan var slök framan af en eftir jöfnunarmarkið fengu norðanmenn góð færi til þess að bæta við en náðu ekki að nýta þau. Heimir: Spilamennskan angaði af áhugaleysi og úrræðaleysi„Ég er mjög óánægður með þetta, við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtölum eftir leikinn. „Spilamennskan í fyrri hálfleik var ágæt. Við létum boltann ganga og náðum að opna þá, skapa okkur færi og skora eitt mark.“ Heimir var óánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur var ekki góður, við höfðum engan áhuga á að spila hann. Þórsarar ná að skora mark og eftir það voru þeir sterkari aðilinn. Spilamennskan í FH liðinu angaði af áhugaleysi og úrræðaleysi.“ Erfiðleikar FH-inga fyrir framan markið héldu áfram í dag en liðið hefur skorað tíu mörk í átta leikjum. „Ég hef engar áhyggjur af því, við sköpuðum aragrúa af færum í fyrri hálfleik. Það sem ég hef áhyggjur af er að í velgengni þá þarf að halda haus og við gerðum það ekki." „Að vera 1-0 yfir er aldrei örugg staða. Við þurfum að fara að hugsa að þegar eru möguleikar á því að skora nokkur mörk að gera það. Það var til staðar í fyrri hálfleik en við nýttum það ekki,“ sagði Heimir. Jóhann Helgi: Það er hægt að byggja á þessu„Ég er ósáttur með að hafa ekki unnið þetta undir lokin,“ sagði Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs eftir leikinn. „Við erum ekki að klára færin okkar í dag, við hefðum hæglega getað unnið þennan leik. Svenni var óheppinn að ná ekki að setja hann hérna undir lokin.“ FH stýrði leiknum í dag en Þórsliðið góð færi til þess að stela stigunum þremur. „Við lögðum upp með að liggja aftur og reyna að sækja hratt á þá. Eftir að við jöfnum leikinn þurfa þeir að koma ofar til þess að sækja stigin og þá opnast fyrir okkur.“ „Við ætluðum að halda hreinu og þá hefðu þurft að koma framar til þess að sækja stigin. Það tókst fyrir utan að við fáum á okkur eitt mark. Við viljum sitja til baka og sækja hratt.“ Jóhann sá marga jákvæða punkta. „Við erum búnir að fá á okkur allt of mikið af mörkum. Að fá bara eitt mark á sig gegn FH í Kaplakrika er ekki það sem við viljum en við getum ekki kvartað. Það er hægt að byggja á þessu,“ sagði Jóhann. Kristján Gauti: Vantaði að klára færin„Við verðum að læra að klára leikina betur,“ sagði Kristján Gauti Emilsson, leikmaður FH, hundsvekktur eftir leikinn. „Þeir voru ekki búnir að skapa sér nein færi þegar jöfnunarmarkið kom en við verðum bara að læra af þessu,“ Kristján Gauti átti góðan leik í liði FH í fremstu víglínu. „Við spilum eftir okkar plani. Við reynum að spila upp kantana og það virkaði vel í leiknum. Það vantaði bara að klára fleiri færi.“ Þór skoraði með fyrsta skoti sínu í leiknum. „Við getum aðeins sjálfum okkur kennt að hafa ekki klárað leikinn fyrr. Það er aldrei öruggt að vera með 1-0 forskot og við hefðum þurft að bæta við,“ sagði Kristján.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn