Umföllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fram 1-4 | Annað tap Fjölnis í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fjölnisvelli skrifar 15. júní 2014 00:01 Ósvald Jarl Traustason lagði upp fyrsta markið. vísir/daníel Fram skellti Fjölni 4-1 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Fram en liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Fjölnir tapaði fyrsta leik sínum í 10 mánuði fyrir fjórum dögum þegar liðið tapaði gegn FH og virðist það tap hafa slegið liðið útaf laginu. Leikmenn liðsins virkuðu gjörsamlega andlausir og báráttan sem einkennt hefur leik liðsins var hvergi sjáanleg, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fjölnir fékk tvær skyndisóknir snemma leiks en Fram tók fljótt öll völd á vellinum og var komið í 2-0 áður en Fjölnir gerði aftur atlögu að marki Fram. Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann auðveldlega í mark Fjölnis á 19. mínútu ódekkaður á markteig í kjölfar hornspyrnu. Níu mínútum síðar bætti Ásgeir Marteinsson öðru marki við með föstu skoti úr teignum eftir að Fjölnir náði ekki að bregðast við slakri fyrirgjöf frá vinstri. Fjölnir sótti í sig veðrið og komst inn í leikinn þegar Aron Sigurðarsson skoraði úr fyrsta færi liðsins í seinni hálfleik á 65. mínútu. Fram færði lið sitt aftar er leið á leikinn og sótti hratt þegar færi gafst. Ein slík sókn skilaði markinu sem gerði út um leikinn þegar Arnþór Ari Atlason átti frábært skot á 81. mínútu sem söng í netinu. Óverjandi. Þarna voru úrslitin ráðin og sá litli baráttuandi sem kominn var í lið Fjölnis hvarf. Fram sá sér því leik á borði og skoraði varamaðurinn Aron Þórður Albertsson fjórða mark liðsins fjórum mínútum fyrir leikslok eftir skyndisókn sem kom eftir hornspyrnu Fjölnis. Fram lék mjög vel í leiknum og var sigurinn sanngjarn og verðskuldaður eins og tölurnar gefa til kynna. Fjölnis liðið virkaði týnt og átti lítinn möguleika í leiknum. Fram er nú stigi á eftir Fjölni með 9 stig og ljóst að liðið ætlar sér ekki að sogast í fallbaráttuna. Liðið var mjög vel skipulagt og átti svör við flestum aðgerðum Fjölnis. Meiri liðsheildarbragur er á Framliðinu en stundum áður á tímabilinu. Arnþór Ari: Dýfan setur strik í reikninginnArnþór Ari Atlason fór mikinn hjá Fram í kvöld. Hann lagði upp annað mark liðsins og skoraði það þriðja en tveimur mínútum áður en hann skoraði fékk hann að líta gula spjaldið fyrir dýfu. „Ég er mjög ánægður með stoðsendinguna og markið en þessi dýfa var kjánaleg og það verður hraunað yfir mig fyrir þetta og gert mikið grín að mér. Ég get tekið því, er með breitt bak,“ sagði Arnþór Ari um viðburðaríkan leik sinn. „Við vorum frábærið í þessum leik og liðsheildin frábær. Dýfan setur strik í reikninginn en sigurinn var frábær. Við vorum mikið betri en Fjölnir í þessum leik. „Það er gott að skora og kominn tími á það. Það var langt síðan ég skoraði síðast,“ sagði Arnþór sem þakkaði því að sigurinn að Framarar voru klárir í baráttuna strax í upphafi leiks. „Við vorum með gott leikskipulag fyrir leikinn. Fyrst og fremst vorum við klárir í leikinn frá fyrstu mínútu. Við vildum þetta meira en þeir og vorum ákveðnari. Við vitum að við erum góðir í fótbolta og við þurfum bara að mæta klárir í slaginn í hverjum leik. Þá munum við hala inn stigum. „Það eru mjög mikil gæði í þessum hóp og við verðum betri og betri er líður á tímabilið. Við erum að þjappa okkur betur og betur saman,“ sagði Arnþór Ari. Ágúst: Ekki sjón að sjá strákana„Við mættum ekki í fyrri hálfleik. Vorum 2-0 undir og það var ekki sjón að sjá strákana,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis í leikslok. „Við rifum okkur aðeins upp í hálfleik og mér fannst við sterkir í 25, 30 mínútur. Þá settum við pressu á þá og skorum gott mark. Markið lá í loftinu en þá fáum við mark í bakið og þá er þetta búið. Við reynum aðeins og þá fáum við fjórða markið á okkur í lokin. „Þetta andleysi var mjög óvanalegt og við þurfum að fara yfir þá hluti. Þetta var mjög óeðlilegt,“ sagði Ágúst sem taldi þó ekki að tapaði gegn FH hafi setið í liðinu þar sem liðið tapaði í fyrsta sinn í deild frá því í ágúst 2013. „Alls ekki. Það hafði ekkert að gera með þennan leik. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Það á ekki að hafa áhrif. Við vorum vel stemmdir fyrir leikinn þó það hafi ekki skilað sér inn í leikinn í fyrri hálfleik,“ sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Fram skellti Fjölni 4-1 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Fram en liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Fjölnir tapaði fyrsta leik sínum í 10 mánuði fyrir fjórum dögum þegar liðið tapaði gegn FH og virðist það tap hafa slegið liðið útaf laginu. Leikmenn liðsins virkuðu gjörsamlega andlausir og báráttan sem einkennt hefur leik liðsins var hvergi sjáanleg, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fjölnir fékk tvær skyndisóknir snemma leiks en Fram tók fljótt öll völd á vellinum og var komið í 2-0 áður en Fjölnir gerði aftur atlögu að marki Fram. Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann auðveldlega í mark Fjölnis á 19. mínútu ódekkaður á markteig í kjölfar hornspyrnu. Níu mínútum síðar bætti Ásgeir Marteinsson öðru marki við með föstu skoti úr teignum eftir að Fjölnir náði ekki að bregðast við slakri fyrirgjöf frá vinstri. Fjölnir sótti í sig veðrið og komst inn í leikinn þegar Aron Sigurðarsson skoraði úr fyrsta færi liðsins í seinni hálfleik á 65. mínútu. Fram færði lið sitt aftar er leið á leikinn og sótti hratt þegar færi gafst. Ein slík sókn skilaði markinu sem gerði út um leikinn þegar Arnþór Ari Atlason átti frábært skot á 81. mínútu sem söng í netinu. Óverjandi. Þarna voru úrslitin ráðin og sá litli baráttuandi sem kominn var í lið Fjölnis hvarf. Fram sá sér því leik á borði og skoraði varamaðurinn Aron Þórður Albertsson fjórða mark liðsins fjórum mínútum fyrir leikslok eftir skyndisókn sem kom eftir hornspyrnu Fjölnis. Fram lék mjög vel í leiknum og var sigurinn sanngjarn og verðskuldaður eins og tölurnar gefa til kynna. Fjölnis liðið virkaði týnt og átti lítinn möguleika í leiknum. Fram er nú stigi á eftir Fjölni með 9 stig og ljóst að liðið ætlar sér ekki að sogast í fallbaráttuna. Liðið var mjög vel skipulagt og átti svör við flestum aðgerðum Fjölnis. Meiri liðsheildarbragur er á Framliðinu en stundum áður á tímabilinu. Arnþór Ari: Dýfan setur strik í reikninginnArnþór Ari Atlason fór mikinn hjá Fram í kvöld. Hann lagði upp annað mark liðsins og skoraði það þriðja en tveimur mínútum áður en hann skoraði fékk hann að líta gula spjaldið fyrir dýfu. „Ég er mjög ánægður með stoðsendinguna og markið en þessi dýfa var kjánaleg og það verður hraunað yfir mig fyrir þetta og gert mikið grín að mér. Ég get tekið því, er með breitt bak,“ sagði Arnþór Ari um viðburðaríkan leik sinn. „Við vorum frábærið í þessum leik og liðsheildin frábær. Dýfan setur strik í reikninginn en sigurinn var frábær. Við vorum mikið betri en Fjölnir í þessum leik. „Það er gott að skora og kominn tími á það. Það var langt síðan ég skoraði síðast,“ sagði Arnþór sem þakkaði því að sigurinn að Framarar voru klárir í baráttuna strax í upphafi leiks. „Við vorum með gott leikskipulag fyrir leikinn. Fyrst og fremst vorum við klárir í leikinn frá fyrstu mínútu. Við vildum þetta meira en þeir og vorum ákveðnari. Við vitum að við erum góðir í fótbolta og við þurfum bara að mæta klárir í slaginn í hverjum leik. Þá munum við hala inn stigum. „Það eru mjög mikil gæði í þessum hóp og við verðum betri og betri er líður á tímabilið. Við erum að þjappa okkur betur og betur saman,“ sagði Arnþór Ari. Ágúst: Ekki sjón að sjá strákana„Við mættum ekki í fyrri hálfleik. Vorum 2-0 undir og það var ekki sjón að sjá strákana,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis í leikslok. „Við rifum okkur aðeins upp í hálfleik og mér fannst við sterkir í 25, 30 mínútur. Þá settum við pressu á þá og skorum gott mark. Markið lá í loftinu en þá fáum við mark í bakið og þá er þetta búið. Við reynum aðeins og þá fáum við fjórða markið á okkur í lokin. „Þetta andleysi var mjög óvanalegt og við þurfum að fara yfir þá hluti. Þetta var mjög óeðlilegt,“ sagði Ágúst sem taldi þó ekki að tapaði gegn FH hafi setið í liðinu þar sem liðið tapaði í fyrsta sinn í deild frá því í ágúst 2013. „Alls ekki. Það hafði ekkert að gera með þennan leik. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Það á ekki að hafa áhrif. Við vorum vel stemmdir fyrir leikinn þó það hafi ekki skilað sér inn í leikinn í fyrri hálfleik,“ sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn