Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fylkir 1-0 | Grétar hetja KR Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 15. júní 2014 00:01 Haukur Heiðar Hauksson átti góðan leik með KR í kvöld. Vísir/daníel Íslandsmeistarar KR sýndu enga meistaratakta en lönduðu samt stigunum þremur í 1-0 sigri á Fylki í áttundu umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var sérstaklega bragðdaufur en KR-ingar réðu ferðinni. Baldur Sigurðsson fékk færi hálfleiksins þegar hann skallaði aukaspyrnu Óskars Arnar Haukssonar framhjá. Bæði lið áttu í vandræðum með að senda boltann á samherja en leitin að mótherja gekk oft á tíðum betur. Fylkismenn fengu ekki færi í fyrri hálfleiknum en hefðu átt að komast yfir á 55. mínútu. Sadmir Zekovic slapp einn í gegn en breytti dauðafæri í þröngt færi með vondri snertingu. Stefán Logi Magnússon í marki KR varði frá framherjanum og reyndar allt sem á mark hans kom í kvöld. Klúður Zekovic varð dýrkeypt því tveimur mínútum síðar voru heimamenn komnir yfir. Farid Zato skallaði aukaspyrnu Óskars Arnar í átt að marki þar sem Grétar Sigfinnur flikkaði boltanum í markið. Annað mark Grétars í jafnmörgum leikjum en eiginkona hans, Sonja, fagnaði afmæli sínu í dag. Góð tímasetning það. Leikurinn galopnaðist eftir því sem á hann leið. KR-ingar fengu urmul færa en voru sjálfum sér verstir auk þess sem Bjarni Þórður Halldórsson, í marki Fylkis, sýndi á köflum frábær tilþrif. Gestirnir settu heimamenn undir pressu síðustu mínúturnar og fékk Andrés Már Jóhannesson dauðafæri en Stefán Logi varði frá honum af stuttu færi. KR-ingar fögnuðu stigunum þremur vel í leikslok en þeir áttu þau án nokkurs vafa skilið. Haukur Heiðar Hauksson og Óskar Örn Hauksson stóðu upp úr hjá KR auk þess sem Stefán Logi bjargaði í tvígang meistaralega. Hjá gestunum var Bjarni Þórður í stuði í markinu en framlína þeirra appelsínugulu var sérstaklega slök. KR er komið í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig eftir sigurinn. Keflavík og Víkingur hafa jafnmörg stig eftir leiki kvöldsins. Keflavík er með betri markatölu en Víkingar lakari. Fylkismenn sitja í níunda sæti með sjö stig. Rúnar Kristinsson: Þurfum að bæta okkar leik mikiðRúnar Kristinsson.Vísir/DaníelRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en fannst sínir menn ekki spila nógu vel, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu í vandræðum með sendingar og spurning hvort ójöfnum velli sé um að kenna eða getu leikmanna. „Að einhverju leyti er það völlurinn og menn þurfa meiri tíma til að ná valdi á boltanum. Á meðan hefur andstæðingurinn meiri tíma til að koma í pressu,“ sagði Rúnar. „Það eru samt fullmargar sendingar sem fara á rangt heimilisfang.“ KR-ingar óðu í færum í síðari hálfleiknum og hefðu getað skorað fimm mörk í síðari hálfleiknum. „Við erum mjög ósáttir við að skora ekki fleiri mörk. Við þurfum að bæta okkar leik mikið, bæði hvernig við spilum og færanýtingin,“ sagði Rúnar. Íslandsmeistararnir eru í fjórða sæti með 13 stig eftir átta leiki. „Við erum ekki á þeim stað sem við óskuðum okkur að vera. Deildin er bara sterk og öll lið að stela stigum. Mótið er galopið en við þurfum að bæta okkar leik til að vera í toppbaráttunni.“ Ásmundur: Átti von á erfiðri byrjunÁsmundur Arnarsson.Vísir/Daníel„Game-planið var hársbreidd frá því að ganga fullkomlega upp. Við lokuðum vel á þá, þeir sköpuðu sér lítið lengst af og við hægðum á leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. Ásmundi fannst of margar sendingar sinna manna ekki rata á samherja. Stutt væri þó á milli hláturs og gráturs. „Rétt áður en þeir skora fáum við dauðafæri. Þar hefði ég viljað klára leikinn og snúa þessu við. Fá 1-0 okkar megin,“ sagði Ásmundur sáttur við framlag sinna manna. Andrés Már Jóhannesson byrjaði á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en vel var liðið á síðari hálfleik. „Hann er að komast í stand. Byrjaði í fyrsta sinn í síðasta leik og spilaði 60 mínútur. Það er stutt á milli leikja og ekki hægt að keyra of mikið á honum,“ sagði Ásmundur. Tveir erlendir leikmenn, Andrew Sousa og Ryan Maduro, voru á varamannabekk Fylkis. Yfirleitt eru leikmenn sem fengnir eru að utan hugsaðir sem lykilmenn í liðum sínum. „Þeir eru svo sem ekki fengnir til að sitja á bekknum. Við viljum fá meira frá þeim,“ sagði Ásmundur og sagði þá hafa gæði til brunns að bera sem þurfi að nýtast Fylkisliðinu betur. En hvernig er staða Fylkis miðað við væntingar þjálfarans fyrir mót? „Miðað við væntingar mínar erum við kannski aðeins undir pari en samt ekki langt frá því. Ég átti von á þokkalega erfiðri byrjun þar sem við vorum að fá til okkar menn sem voru að koma úr meiðslum, ekki í leikæfingu. Menn koma seint til okkar, rétt fyrir mót eða jafnvel eftir að mótið er byrjað.“ Grétar Sigfinnur: Þetta var fyrir konunaGrétar Sigfinnur og félagar nældu í þrjú stig í kvöld.Vísir/Daníel„Við vorum frekar traustir allan leikinn,“ sagði markaskorarinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR, eftir leik. Hann sagði gott að KR-liðið hefði haldið haus allan leikinn ólíkt öðrum leikjum í sumar þar sem liðið hefur misst einbeitinguna á milli þess sem það spili vel. Svo skemmtilega vildi til að eiginkona Grétars átti afmæli í dag. „Þetta var fyrir konuna. Hún er 35 ára. Maður verður að gleðja hana,“ sagði Grétar sem skoraði annan leikinn í röð. Grétar skoraði í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni. „Maður er byrjaður að skora með löppunum svolítið mikið núna. Það er gaman að því,“ sagði Grétar sem á sínum tíma spilaði sem framherji. „Ég er náttúrulega framherji,“ sagði kappinn hress. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Íslandsmeistarar KR sýndu enga meistaratakta en lönduðu samt stigunum þremur í 1-0 sigri á Fylki í áttundu umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var sérstaklega bragðdaufur en KR-ingar réðu ferðinni. Baldur Sigurðsson fékk færi hálfleiksins þegar hann skallaði aukaspyrnu Óskars Arnar Haukssonar framhjá. Bæði lið áttu í vandræðum með að senda boltann á samherja en leitin að mótherja gekk oft á tíðum betur. Fylkismenn fengu ekki færi í fyrri hálfleiknum en hefðu átt að komast yfir á 55. mínútu. Sadmir Zekovic slapp einn í gegn en breytti dauðafæri í þröngt færi með vondri snertingu. Stefán Logi Magnússon í marki KR varði frá framherjanum og reyndar allt sem á mark hans kom í kvöld. Klúður Zekovic varð dýrkeypt því tveimur mínútum síðar voru heimamenn komnir yfir. Farid Zato skallaði aukaspyrnu Óskars Arnar í átt að marki þar sem Grétar Sigfinnur flikkaði boltanum í markið. Annað mark Grétars í jafnmörgum leikjum en eiginkona hans, Sonja, fagnaði afmæli sínu í dag. Góð tímasetning það. Leikurinn galopnaðist eftir því sem á hann leið. KR-ingar fengu urmul færa en voru sjálfum sér verstir auk þess sem Bjarni Þórður Halldórsson, í marki Fylkis, sýndi á köflum frábær tilþrif. Gestirnir settu heimamenn undir pressu síðustu mínúturnar og fékk Andrés Már Jóhannesson dauðafæri en Stefán Logi varði frá honum af stuttu færi. KR-ingar fögnuðu stigunum þremur vel í leikslok en þeir áttu þau án nokkurs vafa skilið. Haukur Heiðar Hauksson og Óskar Örn Hauksson stóðu upp úr hjá KR auk þess sem Stefán Logi bjargaði í tvígang meistaralega. Hjá gestunum var Bjarni Þórður í stuði í markinu en framlína þeirra appelsínugulu var sérstaklega slök. KR er komið í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig eftir sigurinn. Keflavík og Víkingur hafa jafnmörg stig eftir leiki kvöldsins. Keflavík er með betri markatölu en Víkingar lakari. Fylkismenn sitja í níunda sæti með sjö stig. Rúnar Kristinsson: Þurfum að bæta okkar leik mikiðRúnar Kristinsson.Vísir/DaníelRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en fannst sínir menn ekki spila nógu vel, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu í vandræðum með sendingar og spurning hvort ójöfnum velli sé um að kenna eða getu leikmanna. „Að einhverju leyti er það völlurinn og menn þurfa meiri tíma til að ná valdi á boltanum. Á meðan hefur andstæðingurinn meiri tíma til að koma í pressu,“ sagði Rúnar. „Það eru samt fullmargar sendingar sem fara á rangt heimilisfang.“ KR-ingar óðu í færum í síðari hálfleiknum og hefðu getað skorað fimm mörk í síðari hálfleiknum. „Við erum mjög ósáttir við að skora ekki fleiri mörk. Við þurfum að bæta okkar leik mikið, bæði hvernig við spilum og færanýtingin,“ sagði Rúnar. Íslandsmeistararnir eru í fjórða sæti með 13 stig eftir átta leiki. „Við erum ekki á þeim stað sem við óskuðum okkur að vera. Deildin er bara sterk og öll lið að stela stigum. Mótið er galopið en við þurfum að bæta okkar leik til að vera í toppbaráttunni.“ Ásmundur: Átti von á erfiðri byrjunÁsmundur Arnarsson.Vísir/Daníel„Game-planið var hársbreidd frá því að ganga fullkomlega upp. Við lokuðum vel á þá, þeir sköpuðu sér lítið lengst af og við hægðum á leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. Ásmundi fannst of margar sendingar sinna manna ekki rata á samherja. Stutt væri þó á milli hláturs og gráturs. „Rétt áður en þeir skora fáum við dauðafæri. Þar hefði ég viljað klára leikinn og snúa þessu við. Fá 1-0 okkar megin,“ sagði Ásmundur sáttur við framlag sinna manna. Andrés Már Jóhannesson byrjaði á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en vel var liðið á síðari hálfleik. „Hann er að komast í stand. Byrjaði í fyrsta sinn í síðasta leik og spilaði 60 mínútur. Það er stutt á milli leikja og ekki hægt að keyra of mikið á honum,“ sagði Ásmundur. Tveir erlendir leikmenn, Andrew Sousa og Ryan Maduro, voru á varamannabekk Fylkis. Yfirleitt eru leikmenn sem fengnir eru að utan hugsaðir sem lykilmenn í liðum sínum. „Þeir eru svo sem ekki fengnir til að sitja á bekknum. Við viljum fá meira frá þeim,“ sagði Ásmundur og sagði þá hafa gæði til brunns að bera sem þurfi að nýtast Fylkisliðinu betur. En hvernig er staða Fylkis miðað við væntingar þjálfarans fyrir mót? „Miðað við væntingar mínar erum við kannski aðeins undir pari en samt ekki langt frá því. Ég átti von á þokkalega erfiðri byrjun þar sem við vorum að fá til okkar menn sem voru að koma úr meiðslum, ekki í leikæfingu. Menn koma seint til okkar, rétt fyrir mót eða jafnvel eftir að mótið er byrjað.“ Grétar Sigfinnur: Þetta var fyrir konunaGrétar Sigfinnur og félagar nældu í þrjú stig í kvöld.Vísir/Daníel„Við vorum frekar traustir allan leikinn,“ sagði markaskorarinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR, eftir leik. Hann sagði gott að KR-liðið hefði haldið haus allan leikinn ólíkt öðrum leikjum í sumar þar sem liðið hefur misst einbeitinguna á milli þess sem það spili vel. Svo skemmtilega vildi til að eiginkona Grétars átti afmæli í dag. „Þetta var fyrir konuna. Hún er 35 ára. Maður verður að gleðja hana,“ sagði Grétar sem skoraði annan leikinn í röð. Grétar skoraði í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni. „Maður er byrjaður að skora með löppunum svolítið mikið núna. Það er gaman að því,“ sagði Grétar sem á sínum tíma spilaði sem framherji. „Ég er náttúrulega framherji,“ sagði kappinn hress.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira