Umföllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fram 1-4 | Annað tap Fjölnis í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fjölnisvelli skrifar 15. júní 2014 00:01 Ósvald Jarl Traustason lagði upp fyrsta markið. vísir/daníel Fram skellti Fjölni 4-1 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Fram en liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Fjölnir tapaði fyrsta leik sínum í 10 mánuði fyrir fjórum dögum þegar liðið tapaði gegn FH og virðist það tap hafa slegið liðið útaf laginu. Leikmenn liðsins virkuðu gjörsamlega andlausir og báráttan sem einkennt hefur leik liðsins var hvergi sjáanleg, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fjölnir fékk tvær skyndisóknir snemma leiks en Fram tók fljótt öll völd á vellinum og var komið í 2-0 áður en Fjölnir gerði aftur atlögu að marki Fram. Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann auðveldlega í mark Fjölnis á 19. mínútu ódekkaður á markteig í kjölfar hornspyrnu. Níu mínútum síðar bætti Ásgeir Marteinsson öðru marki við með föstu skoti úr teignum eftir að Fjölnir náði ekki að bregðast við slakri fyrirgjöf frá vinstri. Fjölnir sótti í sig veðrið og komst inn í leikinn þegar Aron Sigurðarsson skoraði úr fyrsta færi liðsins í seinni hálfleik á 65. mínútu. Fram færði lið sitt aftar er leið á leikinn og sótti hratt þegar færi gafst. Ein slík sókn skilaði markinu sem gerði út um leikinn þegar Arnþór Ari Atlason átti frábært skot á 81. mínútu sem söng í netinu. Óverjandi. Þarna voru úrslitin ráðin og sá litli baráttuandi sem kominn var í lið Fjölnis hvarf. Fram sá sér því leik á borði og skoraði varamaðurinn Aron Þórður Albertsson fjórða mark liðsins fjórum mínútum fyrir leikslok eftir skyndisókn sem kom eftir hornspyrnu Fjölnis. Fram lék mjög vel í leiknum og var sigurinn sanngjarn og verðskuldaður eins og tölurnar gefa til kynna. Fjölnis liðið virkaði týnt og átti lítinn möguleika í leiknum. Fram er nú stigi á eftir Fjölni með 9 stig og ljóst að liðið ætlar sér ekki að sogast í fallbaráttuna. Liðið var mjög vel skipulagt og átti svör við flestum aðgerðum Fjölnis. Meiri liðsheildarbragur er á Framliðinu en stundum áður á tímabilinu. Arnþór Ari: Dýfan setur strik í reikninginnArnþór Ari Atlason fór mikinn hjá Fram í kvöld. Hann lagði upp annað mark liðsins og skoraði það þriðja en tveimur mínútum áður en hann skoraði fékk hann að líta gula spjaldið fyrir dýfu. „Ég er mjög ánægður með stoðsendinguna og markið en þessi dýfa var kjánaleg og það verður hraunað yfir mig fyrir þetta og gert mikið grín að mér. Ég get tekið því, er með breitt bak,“ sagði Arnþór Ari um viðburðaríkan leik sinn. „Við vorum frábærið í þessum leik og liðsheildin frábær. Dýfan setur strik í reikninginn en sigurinn var frábær. Við vorum mikið betri en Fjölnir í þessum leik. „Það er gott að skora og kominn tími á það. Það var langt síðan ég skoraði síðast,“ sagði Arnþór sem þakkaði því að sigurinn að Framarar voru klárir í baráttuna strax í upphafi leiks. „Við vorum með gott leikskipulag fyrir leikinn. Fyrst og fremst vorum við klárir í leikinn frá fyrstu mínútu. Við vildum þetta meira en þeir og vorum ákveðnari. Við vitum að við erum góðir í fótbolta og við þurfum bara að mæta klárir í slaginn í hverjum leik. Þá munum við hala inn stigum. „Það eru mjög mikil gæði í þessum hóp og við verðum betri og betri er líður á tímabilið. Við erum að þjappa okkur betur og betur saman,“ sagði Arnþór Ari. Ágúst: Ekki sjón að sjá strákana„Við mættum ekki í fyrri hálfleik. Vorum 2-0 undir og það var ekki sjón að sjá strákana,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis í leikslok. „Við rifum okkur aðeins upp í hálfleik og mér fannst við sterkir í 25, 30 mínútur. Þá settum við pressu á þá og skorum gott mark. Markið lá í loftinu en þá fáum við mark í bakið og þá er þetta búið. Við reynum aðeins og þá fáum við fjórða markið á okkur í lokin. „Þetta andleysi var mjög óvanalegt og við þurfum að fara yfir þá hluti. Þetta var mjög óeðlilegt,“ sagði Ágúst sem taldi þó ekki að tapaði gegn FH hafi setið í liðinu þar sem liðið tapaði í fyrsta sinn í deild frá því í ágúst 2013. „Alls ekki. Það hafði ekkert að gera með þennan leik. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Það á ekki að hafa áhrif. Við vorum vel stemmdir fyrir leikinn þó það hafi ekki skilað sér inn í leikinn í fyrri hálfleik,“ sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Fram skellti Fjölni 4-1 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Fram en liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Fjölnir tapaði fyrsta leik sínum í 10 mánuði fyrir fjórum dögum þegar liðið tapaði gegn FH og virðist það tap hafa slegið liðið útaf laginu. Leikmenn liðsins virkuðu gjörsamlega andlausir og báráttan sem einkennt hefur leik liðsins var hvergi sjáanleg, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fjölnir fékk tvær skyndisóknir snemma leiks en Fram tók fljótt öll völd á vellinum og var komið í 2-0 áður en Fjölnir gerði aftur atlögu að marki Fram. Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði boltann auðveldlega í mark Fjölnis á 19. mínútu ódekkaður á markteig í kjölfar hornspyrnu. Níu mínútum síðar bætti Ásgeir Marteinsson öðru marki við með föstu skoti úr teignum eftir að Fjölnir náði ekki að bregðast við slakri fyrirgjöf frá vinstri. Fjölnir sótti í sig veðrið og komst inn í leikinn þegar Aron Sigurðarsson skoraði úr fyrsta færi liðsins í seinni hálfleik á 65. mínútu. Fram færði lið sitt aftar er leið á leikinn og sótti hratt þegar færi gafst. Ein slík sókn skilaði markinu sem gerði út um leikinn þegar Arnþór Ari Atlason átti frábært skot á 81. mínútu sem söng í netinu. Óverjandi. Þarna voru úrslitin ráðin og sá litli baráttuandi sem kominn var í lið Fjölnis hvarf. Fram sá sér því leik á borði og skoraði varamaðurinn Aron Þórður Albertsson fjórða mark liðsins fjórum mínútum fyrir leikslok eftir skyndisókn sem kom eftir hornspyrnu Fjölnis. Fram lék mjög vel í leiknum og var sigurinn sanngjarn og verðskuldaður eins og tölurnar gefa til kynna. Fjölnis liðið virkaði týnt og átti lítinn möguleika í leiknum. Fram er nú stigi á eftir Fjölni með 9 stig og ljóst að liðið ætlar sér ekki að sogast í fallbaráttuna. Liðið var mjög vel skipulagt og átti svör við flestum aðgerðum Fjölnis. Meiri liðsheildarbragur er á Framliðinu en stundum áður á tímabilinu. Arnþór Ari: Dýfan setur strik í reikninginnArnþór Ari Atlason fór mikinn hjá Fram í kvöld. Hann lagði upp annað mark liðsins og skoraði það þriðja en tveimur mínútum áður en hann skoraði fékk hann að líta gula spjaldið fyrir dýfu. „Ég er mjög ánægður með stoðsendinguna og markið en þessi dýfa var kjánaleg og það verður hraunað yfir mig fyrir þetta og gert mikið grín að mér. Ég get tekið því, er með breitt bak,“ sagði Arnþór Ari um viðburðaríkan leik sinn. „Við vorum frábærið í þessum leik og liðsheildin frábær. Dýfan setur strik í reikninginn en sigurinn var frábær. Við vorum mikið betri en Fjölnir í þessum leik. „Það er gott að skora og kominn tími á það. Það var langt síðan ég skoraði síðast,“ sagði Arnþór sem þakkaði því að sigurinn að Framarar voru klárir í baráttuna strax í upphafi leiks. „Við vorum með gott leikskipulag fyrir leikinn. Fyrst og fremst vorum við klárir í leikinn frá fyrstu mínútu. Við vildum þetta meira en þeir og vorum ákveðnari. Við vitum að við erum góðir í fótbolta og við þurfum bara að mæta klárir í slaginn í hverjum leik. Þá munum við hala inn stigum. „Það eru mjög mikil gæði í þessum hóp og við verðum betri og betri er líður á tímabilið. Við erum að þjappa okkur betur og betur saman,“ sagði Arnþór Ari. Ágúst: Ekki sjón að sjá strákana„Við mættum ekki í fyrri hálfleik. Vorum 2-0 undir og það var ekki sjón að sjá strákana,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis í leikslok. „Við rifum okkur aðeins upp í hálfleik og mér fannst við sterkir í 25, 30 mínútur. Þá settum við pressu á þá og skorum gott mark. Markið lá í loftinu en þá fáum við mark í bakið og þá er þetta búið. Við reynum aðeins og þá fáum við fjórða markið á okkur í lokin. „Þetta andleysi var mjög óvanalegt og við þurfum að fara yfir þá hluti. Þetta var mjög óeðlilegt,“ sagði Ágúst sem taldi þó ekki að tapaði gegn FH hafi setið í liðinu þar sem liðið tapaði í fyrsta sinn í deild frá því í ágúst 2013. „Alls ekki. Það hafði ekkert að gera með þennan leik. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Það á ekki að hafa áhrif. Við vorum vel stemmdir fyrir leikinn þó það hafi ekki skilað sér inn í leikinn í fyrri hálfleik,“ sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira