FH gerði jafntefli við Þór, 1-1, í baráttuleik í Kaplakrika í dag en enn eina ferðina tókst FH-ingum ekki að skora meira en eitt mark.
Stjarnan hefði getað náð FH að stigum en hún gerði einnig jafntefli við Keflavík, 2-2, í frábærum leik suður með sjó.
KR og Víkingur eru komin upp að hlið Keflavíkur eftir sigra í kvöld. Grétar Sigfinnur Sigurðarson var hetja KR sem vann Fylki, 1-0, á KR-velli.
Nýliðar Víkings unnu annan leikinn í röð en þeir lögðu Valsmenn á útivelli, 2-1, þar sem Aron Elís Þrándarson fór á kostum.
Fjölnir tapaði öðrum leiknum í röð er það lá fyrir Fram, 4-1, og þá gerðu Blikar og Eyjamenn jafntefli, 1-1, sem þýðir að bæði lið eru án sigurs eftir átta umferðir.
Umfjallanir um alla leikina má lesa hér að neðan.

