Óútskýrður fjöldadauði á sjófuglum Svavar Hávarðsson skrifar 16. júní 2014 13:52 Allar riturnar sem fundust voru í fjörukambi ofan flæðamáls svo talið er að mun fleiri fuglar hafi drepist en þeir 70 sem fundust. Mynd/Menja Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Sjá meira
Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Sjá meira