Innlent

Ekkert verður af verkfalli leikskólakennara

Bjarki Ármannsson skrifar
Skrifað undir fyrr í kvöld.
Skrifað undir fyrr í kvöld. Mynd/Félag leikskólakennara
Leikskólakennarar skrifuðu um áttaleytið í kvöld undir nýja kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ljóst er því að ekkert verður af fyrirhugaðri vinnustöðvun næsta fimmtudag.

Um eins árs samning er að ræða. Samkvæmt tilkynningu frá Félagi leikskólakennara verður samningurinn kynntur félagsmönnum á næstu dögum og á rafrænni atkvæðagreiðslu um hann að vera lokið föstudaginn fjórða júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×