Innlent

Gunnar Þórðarson borgarlistamaður Reykjavíkur í ár

Bjarki Ármannsson skrifar
Gunnar og Dagur við útnefninguna í dag.
Gunnar og Dagur við útnefninguna í dag. Vísir/Daníel
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefndi í dag Gunnar Þórðarson tónlistarmann Borgarlistamann Reykjavíkur 2014. Útnefningin fór fram í Höfða og gerði Einar Örn Benediktsson, fráfarandi formaður menningar- og ferðamálaráðs, grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni.

Gunnar er landsþekktur fyrir dægurlagasmíðar sínar undanfarna áratugi, meðal annars með hljómsveitunum Hljómar og Trúbrot, en hann samdi einnig tónlistina í óperunni Ragnheiður, sem sló í gegn í Hörpu í vetur. Gunnar hlaut fyrir Ragnheiði Grímuverðlaunin í gær fyrir tónlist ársins í leiksýningu, þannig að vikan byrjar nokkuð vel hjá söngvasmiðnum.

Við þetta tækifæri var Gunnari veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé og Þóra Einarsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson fluttu aríu úr Ragnheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×