Innlent

Ísland friðsælasta land í heimi

Bjarki Ármannsson skrifar
Í skýrlunni er meðal annars litið til þess að á Íslandi er tiltölulega lág tíðni morða og ofbeldisglæpa og aðgengi að vopnum er ekki gott.
Í skýrlunni er meðal annars litið til þess að á Íslandi er tiltölulega lág tíðni morða og ofbeldisglæpa og aðgengi að vopnum er ekki gott. Vísir/Vilhelm
Ísland mælist friðsælasta land í heimi, þriðja skiptið í röð, í samantekt Hagfræði- og friðarstofnunarinnar (Institute for Economics and Peace) sem birt var í dag. Í könnuninni kemur jafnframt fram að heimurinn hefur orðið talsvert hættulegri á hverju ári síðan 2008.

Í samantektinni er meðal annars litið til þess að á Íslandi er tiltölulega lág tíðni morða og ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott.  Frændur okkar Danir eru í öðru sæti listans en fjögur af fimm efstu löndunum eru í Evrópu.

Neðsta sæti listans af 162 skipar Sýrland en þar stendur enn yfir borgarastyrjöld sem kostað hefur yfir hundrað þúsund manns lífið. Lengsta „fallið“ er hjá Suður-Súdan, sem hrynur niður í 160. sætið eftir að blóðug átök hófust þar í landi í desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×