Innlent

Undir áhrifum á rafmagnsvespu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ungur maður var stöðvaður á Laugavegi á rafmagnsvespu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og vörslu fíkniefna.
Ungur maður var stöðvaður á Laugavegi á rafmagnsvespu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og vörslu fíkniefna. visir/stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjá ökumenn í nótt grunaða um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Þá var ungur maður stöðvaður á Laugavegi á rafmagnsvespu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Að auki voru höfð afskipti af af fjórum ungum mönnum í Austurborginni vegna vörslu fíkniefna og þá voru skráningarmerki tekin af rúmlega 20 ökutækjum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi í gærkvöldi og nótt.  Ökutækin höfðu ekki verið færð til lögboðinnar skoðunar eða voru ótryggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×