Innlent

Brotist inn í farmiðasölu Strætó

Fréttablaðið/Pjetur
Brotist var inn í farmiðasölu Strætó bs. í Mjódd í nótt og verður hún af þeim sökum lokuð í dag á meðan gert er við skemmdir.

Óverulegum verðmætum var stolið að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó, en málið er í höndum Rannsóknarlögreglunnar.

Skemmdirnar munu þó vera töluverðar, rúður voru brotnar og hurðir skemmdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×