Innlent

Ferðamálasamtök Íslands gagnrýna gjaldtöku harðlega

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ásbjörn Björgvinsson er formaður Ferðamálasamtaka Íslands
Ásbjörn Björgvinsson er formaður Ferðamálasamtaka Íslands
Ferðamálasamtök Íslands segja stuðbundna gjaldtöku verstu niðurstöðuna fyrir ferðaþjónustunna og er algjörlega óásættanleg að þeirra mati. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin sendu frá sér í kjölfar aðalfundar þeirra siðastliðin mánudag.

„Við teljum mjög æskilegt að koma á framfæri að þessar aðgerðir landeigenda, að rukka inn á fjölfarna ferðamannastaði áður en nokkuð er búið að byggja þar upp eða bæta aðstöðu og öryggi ferðamanna er eins og ef hóteleigandi ætlaði sér að rukka fullt verð fyrir herbergi en segja svo að teppin og klósettið komi líklega á næsta ári,“ lýsa samtökin þar meðal annars.

Ferðamálasamtök Íslands segir að ríkisvaldið þurfi líka að átta sig á að fjárframlög til uppbyggingar ferðamannastaða, þjóðgarða og víðar er í raun fjárfesting til framtíðar.  „Það virðist alltaf vera til fjármagn til að fjárfesta í virkjunum eða gefa afslætti upp á miljarða til stóriðjuframkvæmda. Ferðaþjónustan hefur þróast í að vera orðin stærsta gjaldeyrisaflandi atvinnugrein landsins en fjárfestingar í innviðunum hafa alls ekki fylgt þeirri þróun.“

Ferðamálasamtök Íslands segja kominn tíma til að horfa á aðgerðir til úrbóta á ferðamannastöðum sem fjárfestingu. „Sem kemur til með að skila arði í formi ánægðra ferðamanna og góðs orðspors landsins okkar út á við.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×