Innlent

Sveinbjörg vill ekki byrja að fagna of snemma

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sveinbjörg Birna á kjörstað í dag.
Sveinbjörg Birna á kjörstað í dag. Vísir/Pjetur
„Nóttin er ung,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í viðtali í Ríkissjónvarpinu rétt í þessu. Sveinbjörg vill ekki fagna eftir fyrstu tölur, sem birtust í Reykjavík á ellefta tímanum. Framsókn kemur mjög vel út ef marka má þessar tölur og mælist með rúmlega tíu prósenta fylgi og er Sveinbjörg Birna örugg í borgarstjórn.

Hún segist ekki vilja greina þessar fyrstu tölur of mikið. „Aðeins 10 prósent atkvæða hafa verið talin,“ útskýrir hún. Hún bendir á að kjósendur Framsóknarflokksins skili sér yfirleitt vel á kjörstað og segist vonast til þess að það haldi áfram í þessum kosningum.

Hún var spurð hvort hún þakkaði moskuummælum sínum fyrir þessa góðu stöðu eftir fyrstu tölur. Hún sagðist ekki þakka neinu þessa stöðu, því hún vildi ekki fagna of snemma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×