Innlent

„Við spyrjum að leikslokum“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Halldór Halldórsson vill ekki fagna of snemma.
Halldór Halldórsson vill ekki fagna of snemma. Vísir/Pjetur
„Þetta lítur vel út núna, en við skulum sjá til, við spyrjum að leikslokum,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg. Samkvæmt nýjustu tölum er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í Reykjavík, með rúmum tveimur prósentum meira en Samfylkingin.Sjálfstæðismenn eru með fimm borgarfulltrúa og eru með mun meira fylgi en flokkurinn var með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég vil halda væntingum í hófi, það er ekki búið að telja öll atkvæðin,“ bendir Halldór á.Hann er ánægður með gott gengi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og segir að eins og staðan sé núna sé flokkurinn sigurvegari kosninganna. Hann ítrekar þó að nóttin sé ung og vill bíða með fögnuðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.