Innlent

„Við spyrjum að leikslokum“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Halldór Halldórsson vill ekki fagna of snemma.
Halldór Halldórsson vill ekki fagna of snemma. Vísir/Pjetur

„Þetta lítur vel út núna, en við skulum sjá til, við spyrjum að leikslokum,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg. Samkvæmt nýjustu tölum er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í Reykjavík, með rúmum tveimur prósentum meira en Samfylkingin.

Sjálfstæðismenn eru með fimm borgarfulltrúa og eru með mun meira fylgi en flokkurinn var með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég vil halda væntingum í hófi, það er ekki búið að telja öll atkvæðin,“ bendir Halldór á.

Hann er ánægður með gott gengi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og segir að eins og staðan sé núna sé flokkurinn sigurvegari kosninganna. Hann ítrekar þó að nóttin sé ung og vill bíða með fögnuðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.