Innlent

Fimm konur og tveir karlar skipa bæjarstjórn Seyðisfjarðar: Sex atkvæðum munaði á öllum þremur framboðunum

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá Seyðisfirði
Frá Seyðisfirði
Þrjú framboð voru nánast hnífjöfn á Seyðisfirði. Þar buðu fram Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Seyðisfjarðarlistinn. Aðeins sex atkvæðum munaði á þessum framboðum.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 34% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa og tapa fylgi frá því í síðustu kosningum. Árið 2010 fékk Sjálfstæðisflokkur 41% atkvæða. Framsóknarflokkurinn hlaut 32.5% atkvæða, fá tvo menn kjörna og bæta við sig miklu fylgi. Seyðisfjarðarlistinn hlaut 33.5%, og fá tvo bæjarfulltrúa.

Aðeins tveimur atkvæðum munaði á Seyðisfjarðarlistanum og Sjálfstæðisflokknum.

Bæjarstjórn Seyðsifjarðar 2014-2018

Sjálfstæðisflokkur

Arnbjörn Sveinsdóttir

Margrét Guðjónsdóttir

Svava Lárusdóttir

Framsóknarflokkur:

Vilhjálmur Jónsson

Unnar B. Sveinlaugsson

Seyðisfjarðarlistinn:

Elfa Hlín Pétursdóttir

Þórunn Hrund Óladóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×