„Þetta er snilld“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2014 11:39 Einar Birkir Einarsson, nýkjörinn bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. MYND/Heimasíða Bjartrar Framtíðar „Niðurstöður kosninganna í nótt eru í takt við þær væntingar sem við vorum búin að leyfa okkur,“ segir Einar Birkir Einarsson, annar tveggja frambjóðenda Bjartrar framtíðar sem kjörnir voru í bæjarstjórn Hafnafjarðar í gær. „Maður getur ekki farið fram á meira.“ Pólitíska landslagið í bænum hefur tekið miklum breytingum frá því fyrir helgi. Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna féll og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði vann stórsigur, fékk fimm menn kjörna en hefur þó ekki styrk til að mynda hreinan meirihluta. Björt framtíð er því í lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru í bænum. Flokkurinn hlaut um fimmtung atkvæða og sem fyrr segir tvo menn kjörna. Einar segir að fulltrúar Bjartrar framtíðar gera sér grein fyrir því að þeir hafa örlögin nokkurn veginn í hendi sér þessa stundina. Aðspurður um hvort byrjað sé að horfa til vinstri eða hægri segir Einar svo ekki vera. „En við erum með símanúmerin hjá öllum og það munu allir fá hringingar.“ Þrátt fyrir að hann harmi dræma kjörsókn í bænum segir hann niðurstöðu kosninganna skýrt ákall um breytingar í bænum. „Framboð okkar var að miklu leyti hugsað sem svar við þessu kalli bæjarbúa. Við viljum gera breytingar á því hvernig fólk talar saman innan bæjarstjórnarinnar og við viljum breiðari samstöðu um stóru málefnin sem brenna á íbúum Hafnarfjarðar,“ segir Einar Birkir. „Við í Bjartri framtíð erum fyrst og fremst virkilega þakklát bæjarbúum sem þora að leggja traust sitt á fólk sem ekki hefur áður verið í pólítík og nú er það okkar hlutverk að stökkva fram á völlinn og koma með lausninar sem Hafnfirðingar leita að,“ segir Einar Birkir sigurreifur og bætir við: „Þetta er snilld.“ Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Niðurstöður kosninganna í nótt eru í takt við þær væntingar sem við vorum búin að leyfa okkur,“ segir Einar Birkir Einarsson, annar tveggja frambjóðenda Bjartrar framtíðar sem kjörnir voru í bæjarstjórn Hafnafjarðar í gær. „Maður getur ekki farið fram á meira.“ Pólitíska landslagið í bænum hefur tekið miklum breytingum frá því fyrir helgi. Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna féll og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði vann stórsigur, fékk fimm menn kjörna en hefur þó ekki styrk til að mynda hreinan meirihluta. Björt framtíð er því í lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru í bænum. Flokkurinn hlaut um fimmtung atkvæða og sem fyrr segir tvo menn kjörna. Einar segir að fulltrúar Bjartrar framtíðar gera sér grein fyrir því að þeir hafa örlögin nokkurn veginn í hendi sér þessa stundina. Aðspurður um hvort byrjað sé að horfa til vinstri eða hægri segir Einar svo ekki vera. „En við erum með símanúmerin hjá öllum og það munu allir fá hringingar.“ Þrátt fyrir að hann harmi dræma kjörsókn í bænum segir hann niðurstöðu kosninganna skýrt ákall um breytingar í bænum. „Framboð okkar var að miklu leyti hugsað sem svar við þessu kalli bæjarbúa. Við viljum gera breytingar á því hvernig fólk talar saman innan bæjarstjórnarinnar og við viljum breiðari samstöðu um stóru málefnin sem brenna á íbúum Hafnarfjarðar,“ segir Einar Birkir. „Við í Bjartri framtíð erum fyrst og fremst virkilega þakklát bæjarbúum sem þora að leggja traust sitt á fólk sem ekki hefur áður verið í pólítík og nú er það okkar hlutverk að stökkva fram á völlinn og koma með lausninar sem Hafnfirðingar leita að,“ segir Einar Birkir sigurreifur og bætir við: „Þetta er snilld.“
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira