Innlent

22 teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur um helgina

Randver Kári Randversson skrifar
22 voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina.
22 voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Vísir/Vilhelm
22 ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta kemur fram á lögregluvefnum.

Voru fjórtán þeirra stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Hafnarfirði, tveir í Kópavogi, einn í Garðabæ og einn í Mosfellsbæ.

Um var að ræða nítján karla á aldrinum 17-55 ára og þrjár konur, 19-40 ára. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×