Innlent

Sautján ára á 176 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut

Sautján ára ökumaður var stöðvaður á Kringlumýrarbraut upp úr miðnætti, eftir að bíll hans mældist á 176  kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.

Hann var því á yfir tvöföldum hámarkshraða og var hann sviftur ökuréttindum til bráðabirgða.

Á fjórða tímanum í nótt veitti lögregla ökumanni eftirför í Kópavogi, sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum og ók meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi.

Hann reyndist réttindalaus og hafa margoft verið stöðvaður við akstur án réttinda. Auk þess var hann undir áhrifum fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×