Sjónarmið Hannesar í takt við "angry white male“ málflutning Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2014 12:18 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, hefur aðrar hugmyndir um baráttu kvenna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir þá hugmynd Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að leggja eigi niður kynjafræði fráleit. Hún segir að það sé af nógu að taka í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Í grein eftir prófessorinn, sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, fullyrðir Hannes að jafnrétti kynjanna sé náð á Íslandi, verið sé að berjast við vindmyllur og að ástæðan fyrir launamun kynjanna sé val kvenna á störfum sem ekki fylgir mikil ábyrgð. Kristínu hefur ekki gefist tími til að lesa greinina í þaula þar sem hún er gestur á ráðstefnu um karla og karlmennsku í allan dag. Henni hafi þó tekist að renna lauslega yfir greinina. Þess má geta að Hannes er einnig gestur á ráðstefnunni og að sögn Kristínar hafi fjölmargir reiðst yfir því að Hannesi hafi yfirhöfuð verið hleypt inn. „Það er afar sérkennilegt að halda því fram að það fylgi því ekki ábyrgð að vera leikskólakennari, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur,“ segir Kristín og tekur dæmi um störf þar sem að konur hafa verið í miklum meirihluta. . „Þetta eru mjög ábyrgðarmikil störf. Í raun er ekkert mikilvægara en að ala upp ungu kynslóðina.“ Lág laun þessara stétta endurspegli rangt verðmætamat þjóðfélagsins en ekki mikilvægi þeirra. Kynjafræði mikilvægt tæki í að skilja þjóðfélagiðHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, vill verja fjármunum í annað en kynjafræðikennslu.Í greininni segir Hannes að auki að þeim fjármunum sem varið er í kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið annars staðar. Kristín tekur ekki undir þessi sjónarmið. „Mér finnst þetta fráleit hugmynd. Þess í stað ætti að efla kynjafræði, innleiða hana í öllum háskólagreinum vegna þess að kynjafræði er aðferð til þess að skoða þjóðfélagið sem við búum í.“ Í títtnefndri grein fullyrðir Hannes að launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Kristín segir fullyrðinguna fráleita, það þurfi að fara mun dýpra til þess að skýra launamuninn. Hann sé aldagamalt fyrirbæri. „Könnun eftir könnun sýnir að launamunurinn er raunverulegur og hækka þarf þessi laun.“ Hannes dregur ekkert undan í greininni og skrifar þar meðal annars: „Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“ „Það er af nógu að taka í kvenfrelsisbaráttunni á Íslandi,“ og minnist Kristín til að mynda á að mál þar sem konur eru beittar ofbeldi séu alltof algeng. „En það er sjálfsagt, eðlilegt og nauðsynlegt að styðja baráttu kvenna í öðrum löndum og það erum við stöðugt að gera.“ Málflutningur Hannesar minnir á "angry white male“ „Hér á ráðstefnunni er heimsfrægur fræðimaður sem heitir Michael Kimmel. Hann hélt fyrirlestur í gær um angry white male. Þeir kenna konum um að þeir fái ekki stöður eða þeim líði ekki vel eða hvað það nú er. Sjónarmið Hannesar fara ansi nálægt þessum málflutningi. “ Angry white male útleggst á íslensku reiður hvítur karlmaður. Kristín tekur sem dæmi að ákveðin atriði í grein Hannesar hafa ekkert að gera með baráttu kvenna. „Hann er að beina athyglinni að sjálfsmorðstíðni karla og svoleiðis. Tengist þetta eitthvað baráttu kvenna? Er það konum að kenna að svona er komið? Nei. Þetta á sér miklu dýpri rætur.“ Hún fellst þó á það að karlar eigi erfiðara líf að mörgu leyti. Þeir séu undir mikilli pressu og vinni almennt meira. „Margir karlmenn eru fangar karlmennskuhugmynda. Þeim er svo þröngur stakkur skorinn varðandi það hvernig þeir mega hegða sér. „Hugmyndalögregla karlmennskunnar, hún er mjög harðskeytt.“ Tengdar fréttir Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04 Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. 6. júní 2014 07:13 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir þá hugmynd Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að leggja eigi niður kynjafræði fráleit. Hún segir að það sé af nógu að taka í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Í grein eftir prófessorinn, sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, fullyrðir Hannes að jafnrétti kynjanna sé náð á Íslandi, verið sé að berjast við vindmyllur og að ástæðan fyrir launamun kynjanna sé val kvenna á störfum sem ekki fylgir mikil ábyrgð. Kristínu hefur ekki gefist tími til að lesa greinina í þaula þar sem hún er gestur á ráðstefnu um karla og karlmennsku í allan dag. Henni hafi þó tekist að renna lauslega yfir greinina. Þess má geta að Hannes er einnig gestur á ráðstefnunni og að sögn Kristínar hafi fjölmargir reiðst yfir því að Hannesi hafi yfirhöfuð verið hleypt inn. „Það er afar sérkennilegt að halda því fram að það fylgi því ekki ábyrgð að vera leikskólakennari, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur,“ segir Kristín og tekur dæmi um störf þar sem að konur hafa verið í miklum meirihluta. . „Þetta eru mjög ábyrgðarmikil störf. Í raun er ekkert mikilvægara en að ala upp ungu kynslóðina.“ Lág laun þessara stétta endurspegli rangt verðmætamat þjóðfélagsins en ekki mikilvægi þeirra. Kynjafræði mikilvægt tæki í að skilja þjóðfélagiðHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, vill verja fjármunum í annað en kynjafræðikennslu.Í greininni segir Hannes að auki að þeim fjármunum sem varið er í kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið annars staðar. Kristín tekur ekki undir þessi sjónarmið. „Mér finnst þetta fráleit hugmynd. Þess í stað ætti að efla kynjafræði, innleiða hana í öllum háskólagreinum vegna þess að kynjafræði er aðferð til þess að skoða þjóðfélagið sem við búum í.“ Í títtnefndri grein fullyrðir Hannes að launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Kristín segir fullyrðinguna fráleita, það þurfi að fara mun dýpra til þess að skýra launamuninn. Hann sé aldagamalt fyrirbæri. „Könnun eftir könnun sýnir að launamunurinn er raunverulegur og hækka þarf þessi laun.“ Hannes dregur ekkert undan í greininni og skrifar þar meðal annars: „Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“ „Það er af nógu að taka í kvenfrelsisbaráttunni á Íslandi,“ og minnist Kristín til að mynda á að mál þar sem konur eru beittar ofbeldi séu alltof algeng. „En það er sjálfsagt, eðlilegt og nauðsynlegt að styðja baráttu kvenna í öðrum löndum og það erum við stöðugt að gera.“ Málflutningur Hannesar minnir á "angry white male“ „Hér á ráðstefnunni er heimsfrægur fræðimaður sem heitir Michael Kimmel. Hann hélt fyrirlestur í gær um angry white male. Þeir kenna konum um að þeir fái ekki stöður eða þeim líði ekki vel eða hvað það nú er. Sjónarmið Hannesar fara ansi nálægt þessum málflutningi. “ Angry white male útleggst á íslensku reiður hvítur karlmaður. Kristín tekur sem dæmi að ákveðin atriði í grein Hannesar hafa ekkert að gera með baráttu kvenna. „Hann er að beina athyglinni að sjálfsmorðstíðni karla og svoleiðis. Tengist þetta eitthvað baráttu kvenna? Er það konum að kenna að svona er komið? Nei. Þetta á sér miklu dýpri rætur.“ Hún fellst þó á það að karlar eigi erfiðara líf að mörgu leyti. Þeir séu undir mikilli pressu og vinni almennt meira. „Margir karlmenn eru fangar karlmennskuhugmynda. Þeim er svo þröngur stakkur skorinn varðandi það hvernig þeir mega hegða sér. „Hugmyndalögregla karlmennskunnar, hún er mjög harðskeytt.“
Tengdar fréttir Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04 Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. 6. júní 2014 07:13 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04
Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. 6. júní 2014 07:13