Lítur málið alvarlegum augum 8. júní 2014 20:30 Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segist líta það alvarlegum augum að mistök hafi verið gerð þegar upptökum af símtölum milli verjenda og sakborninga var ekki fargað í málum hjá embættinu. Trúnaðarsamband verjenda og sakborninga er heilagt og lögreglu er óheimilt að hlusta á samtöl milli þeirra. Þetta trúnaðarsamband er forsenda þess að hinn ákærði njóti raunhæfrar varnar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Ímon-málinu er því slegið föstu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög þegar símtöl verjenda og sakborninga voru hleruð og upptökum ekki fargað. En þetta gerðist í fleiri málum. Þannig komst verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar í Al-Thani málinu að því fyrir tilviljun að samtöl þeirra hefðu verið hleruð. „Í raun er það þannig að þegar hlustun er sett upp þá fær embættið upplýsingar um símtalið þegar símtalinu er lokið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Síðan þegar farið er yfir þessi símtöl og hlustað hefur verið á þau, þá er það verklag viðhaft að merkja alveg sérstaklega við símtöl sem verjendur eiga við skjólstæðinga sína, merkt til eyðingar. Það virðist hafa farið fyrir í þessu máli.“ Ólafur segir að alvarleg mistök hafi átt sér stað þegar símtöl milli verjenda og sakbornings voru hleruð í nokkrum málum. Ólafur Þór segir að endurskoða þurfi verklag í samræmi við athugasemdir frá embætti ríkissaksóknara. Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að fyrirbyggja mistökin með því að koma sér upp tækni sem síar út þessi símtöl segir Ólafur Þór að fara þurfi yfir það. Þess skal getið að engin símtöl hafa verið hleruð í þágu rannsókna hjá sérstökum saksóknara frá ársbyrjun 2013. Til stendur að embættið starfi út þetta ár áður en það verður lagt niður eða eðli þess breytt í embætti saksóknara efnahagsbrota, samkvæmt skýrslu innanríkisráðherra sem kom út í fyrra. Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segist líta það alvarlegum augum að mistök hafi verið gerð þegar upptökum af símtölum milli verjenda og sakborninga var ekki fargað í málum hjá embættinu. Trúnaðarsamband verjenda og sakborninga er heilagt og lögreglu er óheimilt að hlusta á samtöl milli þeirra. Þetta trúnaðarsamband er forsenda þess að hinn ákærði njóti raunhæfrar varnar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Ímon-málinu er því slegið föstu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög þegar símtöl verjenda og sakborninga voru hleruð og upptökum ekki fargað. En þetta gerðist í fleiri málum. Þannig komst verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar í Al-Thani málinu að því fyrir tilviljun að samtöl þeirra hefðu verið hleruð. „Í raun er það þannig að þegar hlustun er sett upp þá fær embættið upplýsingar um símtalið þegar símtalinu er lokið,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Síðan þegar farið er yfir þessi símtöl og hlustað hefur verið á þau, þá er það verklag viðhaft að merkja alveg sérstaklega við símtöl sem verjendur eiga við skjólstæðinga sína, merkt til eyðingar. Það virðist hafa farið fyrir í þessu máli.“ Ólafur segir að alvarleg mistök hafi átt sér stað þegar símtöl milli verjenda og sakbornings voru hleruð í nokkrum málum. Ólafur Þór segir að endurskoða þurfi verklag í samræmi við athugasemdir frá embætti ríkissaksóknara. Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að fyrirbyggja mistökin með því að koma sér upp tækni sem síar út þessi símtöl segir Ólafur Þór að fara þurfi yfir það. Þess skal getið að engin símtöl hafa verið hleruð í þágu rannsókna hjá sérstökum saksóknara frá ársbyrjun 2013. Til stendur að embættið starfi út þetta ár áður en það verður lagt niður eða eðli þess breytt í embætti saksóknara efnahagsbrota, samkvæmt skýrslu innanríkisráðherra sem kom út í fyrra.
Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira