Fótbolti

Aron samdi til ársins 2018

Aron fagnar með AZ.
Aron fagnar með AZ. vísir/getty
Bandaríski landsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson verður ekki á leikmannamarkaðnum eftir HM í sumar því hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við AZ Alkmaar.

Nýi samningurinn gildir til ársins 2018 og var greint frá honum á heimasíðu AZ í morgun.

Aron kom til félagsins frá AGF í Danmörku og hefur staðið sig mjög vel. Hann var þriðji markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar í vetur með 17 mörk. Alls er hann búinn að skora 29 mörk í 59 leikjum fyrir félagið.

Framkvæmdastjóri AZ lýsti yfir mikilli ánægju með nýja samninginn á heimasíðu AZ í dag og segir að félagið hafi viljað umbuna honum fyrir góða frammistöðu með nýjum samningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×