Innlent

Sprautaði úr klóaki yfir grunnskólabörn í Garði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gerðaskóli í Garði
Gerðaskóli í Garði
Óheppilegt atvik átti sér stað við Garðskagavita á Suðurnesjum nú rétt fyrir hádegi.

Hópur grunnskólabarna úr Gerðaskóla varð fyrir því óláni að maður sem dældi upp úr rotþró í nágrenninu missti stjórn á slöngu sinni svo að úrgangur sprautaðist yfir krakkaskarann.

Eitthvað á annan tug barna leitaði á nærliggjandi veitingastað til að þrífa hann af sér og var haft á orði að í kjölfarið þyrfti að sótthreinsa öll gólf á staðnum.

Þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið í dag vildu fáir innan stjórnsýslunnar eða Gerðaskóla tjá sig um málið. Allir hörmuðu þó þetta leiðindaatvik og undirstrikuðu að þetta hefði orsakast af mannlegum mistökum.

„Shit happens,“ eins og einn viðmælendanna komst að orði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×