Innlent

„Ég var nú svolítið hissa á því að þeir skyldu þekkja hana“

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Skopmynd Fréttablaðsins fer mis vel í fólk.
Skopmynd Fréttablaðsins fer mis vel í fólk.
Gunnar Karlsson skopmyndateiknari gefur ekki mikið fyrir gagnrýni sem skopmynd hans í Fréttablaðinu í dag hefur fengið. Hann segist þó vera hissa á viðbrögðunum.

Fréttablaðið birti í morgun skopmynd eftir Gunnar sem sjá má hér og vakið hefur misjöfn viðbrögð í þjóðfélaginu.

„Ég vissi svo sem að þetta gæti verið svona svolítið hættulegt að gera þetta. Venjulega hef ég verið nokkuð hlutlaus á kjördag en einhvern veginn endaði þessi svona í þetta skiptið,“ segir Gunnar í samtali við Vísi.

Hann segist telja að hlutverk hans sé aðallega að myndskreyta umræðuna í þjóðfélaginu. „Ég er ekkert að þessu til að koma mínum skoðunum á framfæri og mér finnst umræðan í þessum kosningum, síðan hún [Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina] kom inn í framboðið hafa farið í þessa átt. Það hefur ekkert verið rætt um leikskóla eða önnur mál heldur aðeins þetta.“

Kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir skopmyndina harðlega og segir ritstjórn blaðsins hafa með birtingu myndarinnar „opinberað hatur sitt“ á Sveinbjörgu.

Ólafur Þ. Stephensen sagðist í kjölfarið í samtali við Vísi að Fréttablaðið hefði ekki hugsað sér að biðjast afsökunar á myndinni eða að beita skopteiknarana sína neinni ritskoðun.

Gunnar segist vera sammála Ólafi. „Eru það ekki allir? Væri ekki sérkennilegt að ritskoða svona lagað? Hann gæti þá bara valið að þiggja ekki myndirnar frá mér en ég held að hann sé ekki þannig maður.“

Hann segist þó skilja vel að Framsókn hafi tekið myndinni af Sveinbjörgu illa.

„Ég var nú svolítið hissa á því að þeir skyldu þekkja hana á myndinni,“ segir Gunnar.


Tengdar fréttir

Umdeild teikning í Fréttablaðinu

Ólafur Stephensen ritstjóri segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á skopmynd Gunnars Karlssonar.

„Við erum ekki rasistar“

Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík.

Fólk virðir staðfestu Sveinbjargar

Fyrir nokkrum vikum þekktu fáir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. Í dag þekkja hins vegar flestir Sveinbjörgu, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík. Hún vill leyfa borgarbúum að greiða atkvæði um hvort úthluta skuli lóð undir mosku í Sogamýri.

Hættu við að lýsa yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu

Stjórn ungra Framsóknarmanna birti í gærkvöldi harðorða ályktun þar sem lýst er yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Yfirlýsingin var fjarlægð skömmu síðar og engir hlutaðeigandi hafa látið ná í sig í morgun til að gefa skýringar á málinu.

Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima

"Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga.

Enn þegir Sigmundur Davíð

Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×