Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í Mosfellsbæ

Ingvar Haraldsson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta í Mosfellsbæ.
Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta í Mosfellsbæ.
Uppfært 02:10

Lokatölur

Lokatölur eru komnar í Mosfellsbæ.

Sjálstæðismenn hlutu hreinan meirhluta og náðu fimm bæjarfulltrúum af níu en þó með minnihluta atkvæða, 48,7 prósenta fylgi.

Vinstri-grænir, samstarfslokkur Sjálfstæðisflokksins í bæjarstórn héldu bæjarfulltrúa sínum með 11,9 prósenta greiddra atkvæða.

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ hlaut 9,1 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa.

Samfylkingin fékk tvö fulltrúa með 17,2 prósent fylgi.

Hvorki Framsóknarflokkurinn né Mosfellslistinn ná inn manni.



Fyrstu tölur:

Meirhluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna heldur velli í Mosfellsbæ miðað við fyrstu tölur.

Sjálfstæðisflokkurinn nær meirihluta bæjarfulltrúa og fer úr fjórum í fimm fulltrúa með 49,1 prósenta fylgi.

Samfylkingin fer úr einum bæjarfulltrúa í tvo með 17,4 prósenta fylgi.

Vinstri-grænir halda sínum manni með 11,7 prósenta fylgi.

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ heldur sínum bæjarfulltrúa með 9,3 prósenta fylgi.

Önnur framboð ná ekki inn manni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×