Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í Mosfellsbæ

Ingvar Haraldsson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta í Mosfellsbæ.
Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta í Mosfellsbæ.

Uppfært 02:10
Lokatölur

Lokatölur eru komnar í Mosfellsbæ.
Sjálstæðismenn hlutu hreinan meirhluta og náðu fimm bæjarfulltrúum af níu en þó með minnihluta atkvæða, 48,7 prósenta fylgi.

Vinstri-grænir, samstarfslokkur Sjálfstæðisflokksins í bæjarstórn héldu bæjarfulltrúa sínum með 11,9 prósenta greiddra atkvæða.

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ hlaut 9,1 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa.

Samfylkingin fékk tvö fulltrúa með 17,2 prósent fylgi.

Hvorki Framsóknarflokkurinn né Mosfellslistinn ná inn manni.

Fyrstu tölur:

Meirhluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna heldur velli í Mosfellsbæ miðað við fyrstu tölur.

Sjálfstæðisflokkurinn nær meirihluta bæjarfulltrúa og fer úr fjórum í fimm fulltrúa með 49,1 prósenta fylgi.

Samfylkingin fer úr einum bæjarfulltrúa í tvo með 17,4 prósenta fylgi.

Vinstri-grænir halda sínum manni með 11,7 prósenta fylgi.

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ heldur sínum bæjarfulltrúa með 9,3 prósenta fylgi.

Önnur framboð ná ekki inn manni.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.