Innlent

„Mín von er auðvitað sú að þetta breytist ekki mikið“

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna ásamt Hildi Sverrisdóttur borgarfulltrúa sem er inni samkvæmt nýjustu tölum.
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna ásamt Hildi Sverrisdóttur borgarfulltrúa sem er inni samkvæmt nýjustu tölum.
„Þar sem þetta eru innan við 10 prósent atkvæða sem hafa verið talin þá vil ég fara varlega í að túlka þessar tölur. Þær eru í miklu ósamræmi við skoðanakannanir,“ segir Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Samkvæmt fyrstu tölum er Sjálfstæðisflokkurinn með fimm menn í borgarstjórn en flokknum var aðeins spáð þremur mönnum.„Mín von er auðvitað sú að þetta breytist ekki mikið,“ segir HalldórBæði Áslaug Friðriksdóttir sem skipar 4. sætið og Hildur Sverrisdóttir sem skipar 5. sætið eru því inni. Halldór þorir lítið að vona að lokatölur verði með þessum hætti.„Ég er bara viðbúinn því að það getur allt gerst,“ segir Halldór að lokum en hann mun vera fram á nótt í Valhöll með samflokksmönnum sínum og velunnurum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.