Lífið

Jón Gnarr ásakar Gunnar Nelson um sóðaskap

Samúel Karl Ólason skrifar
Kastaði Gunnar Nelson þessari fernu á götuna.
Kastaði Gunnar Nelson þessari fernu á götuna. Skjáskot
Þrátt fyrir að fara daglega út og týna upp rusl hefur Jón Gnarr, borgarstjóri, aldrei séð neinn henda rusli á göturnar. Í myndbandi sem birt var á Youtube í dag hefur Jón leitina að einstaklingnum sem hendir rusli.

„Ég veit ekki hvaða aðili er að henda drasli á götur Reykjavíkur, en mig langar að komast að því. Mig langar að fara til viðkomandi og segja við manneskjuna: Ert þú að henda drasli? –Já. –Okei, værir þú til í að hætta því?“ segir Jón í myndbandinu.

Í myndbandi sem birt var í gær gekk Jón að Katrínu Jakobsdóttur með tyggjó sem hann fann í Árbænum og spurði hvort hún hefði kastað því á götuna.

Að þessu sinni gengur Jón á Gunnar Nelson, sem hann grunar um að hafa kastað fernu á götuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×