Aníta var nálægt Íslandsmetinu - kvennasveit ÍR náði 4. sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 14:47 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Vilhelm Kvennalið ÍR varð í fjórða sæti í liðakeppni 2. deildar Evrópukeppni félagsliða í frjálsum íþróttum sem fram lauk í Amsterdam í dag en karlaliðið félagsins endaði í sjötta sæti. ÍR var eitt af tíu félögum sem tók þátt í keppninni og árangur liðsins er góður og sýnir að íslensku félögin eigi fullt erindi í þessa keppni. Boðhlaupssveit ÍR sigraði meðal annars í 4x400 m boðhlaupi kvenna á mótinu og kom í mark á nýju Íslandsmeti. Sveitina skipuðu þær Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir. Árangur Anítu Hinriksdóttur á mótinu bar af en hún sigraði tvöfalt, bæði í 800 m (2:03,68 mín.) og 1500 m (4:15,14 mín.) hlaupum, auk þess að vera í sigursveit 4x400 m boðhlaupsins. Hún bætti sig í 1500 metra hlaupinu og hjó mjög nærri Íslandsmeti kvenna sem er 4:14,94 mín. og er í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH sett árið 1987. Þetta er bæting hjá Anítu og nýtt unglingamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrra metið var einnig í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH 4:15,75 mínútur sett árið 1981 og því komið vel til ára sinna. Aníta átti hins vegar best 4:16,51 mínútur frá því í júní í fyrra. Kristín Birna Ólafsdóttir stóð sig vel, en hún varð önnur í 400 m grindarhlaupi, auk þess að keppa í 100 m grind og vera í sigursveitinni í 4x400 m boðhlaupi. Guðmundur Sverrisson varð annar í spjótkasti með 76,69 metra. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti með 7,26 kg sleggjunni í dag, 66,33 metra, en hann á best 67,34 metra frá því fyrr í vor. Mark Johnson varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,80 metra og Einar Daði Lárusson varð einnig í þriðja sæti í hástökki með 2,00 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Kvennalið ÍR varð í fjórða sæti í liðakeppni 2. deildar Evrópukeppni félagsliða í frjálsum íþróttum sem fram lauk í Amsterdam í dag en karlaliðið félagsins endaði í sjötta sæti. ÍR var eitt af tíu félögum sem tók þátt í keppninni og árangur liðsins er góður og sýnir að íslensku félögin eigi fullt erindi í þessa keppni. Boðhlaupssveit ÍR sigraði meðal annars í 4x400 m boðhlaupi kvenna á mótinu og kom í mark á nýju Íslandsmeti. Sveitina skipuðu þær Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir. Árangur Anítu Hinriksdóttur á mótinu bar af en hún sigraði tvöfalt, bæði í 800 m (2:03,68 mín.) og 1500 m (4:15,14 mín.) hlaupum, auk þess að vera í sigursveit 4x400 m boðhlaupsins. Hún bætti sig í 1500 metra hlaupinu og hjó mjög nærri Íslandsmeti kvenna sem er 4:14,94 mín. og er í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH sett árið 1987. Þetta er bæting hjá Anítu og nýtt unglingamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrra metið var einnig í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH 4:15,75 mínútur sett árið 1981 og því komið vel til ára sinna. Aníta átti hins vegar best 4:16,51 mínútur frá því í júní í fyrra. Kristín Birna Ólafsdóttir stóð sig vel, en hún varð önnur í 400 m grindarhlaupi, auk þess að keppa í 100 m grind og vera í sigursveitinni í 4x400 m boðhlaupi. Guðmundur Sverrisson varð annar í spjótkasti með 76,69 metra. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti með 7,26 kg sleggjunni í dag, 66,33 metra, en hann á best 67,34 metra frá því fyrr í vor. Mark Johnson varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,80 metra og Einar Daði Lárusson varð einnig í þriðja sæti í hástökki með 2,00 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira