Fótbolti

Donovan bætti markametið í Bandaríkjunum

Landon fagnar markametinu eftir leik.
Landon fagnar markametinu eftir leik. vísir/getty
Landon Donovan var sár yfir því að komast ekki í HM-hóp Bandaríkjamanna og hann nýtti sér þá reiði á vellinum í gær.

Þá bætti hann markametið í MLS-deildinni. Hann skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri LA Galaxy á Philadelphia Union.

Donovan er nú búinn að skora 136 mörk í deildinni. Hann á einnig metið yfir flest mörk í úrslitakeppninni en þar hefur hann skorað 22 mörk á ferlinum.

Hann er búin að spila 307 leiki í deildinni á fimmtán tímabilum.


Tengdar fréttir

Aron fer á HM í Brasilíu

Aron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila í heimsmeistarakeppninni í fótbolta en hann er í 23 manna HM-hóp bandaríska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×