Innlent

„Þetta er dálítið magnað, þótt ég segi sjálfur frá“

Hrund Þórsdóttir skrifar
Hugmyndin að sýningunni fæddist þegar myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson var sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu.
Hugmyndin að sýningunni fæddist þegar myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson var sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu.
Engir leikarar taka þátt í sýningu sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík í kvöld. Hún samanstendur einungis af leikmynd, ljósum og tónlist.

Verkið er drifið áfram af magnaðri tónlist Kjartans Sveinssonar og leikmyndum Ragnars Kjartanssonar og hlaut sýningin mikið lof í Berlín í vetur. Tónlistin er flutt af 40 manna sinfóníuhljómsveit og kór.

Ragnar segir verkið byggja á fegurðarþránni. „Titillinn var sóttur í Heimsljós, í kraftbirtingarhljóm guðdómsins og þetta heitir upp á þýsku „Der Klang der Offenbarung des Göttlichen“,“ segir hann.

Hugmyndin kviknaði þegar Ragnar vann sem sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu og gantast var á tæknirennslum með að sýningar væru betri án leikaranna. „Þannig að þetta er í rauninni gamall sviðsmannabrandari sem er orðinn að veruleika.“

Verkið er uppfullt af rómantík. „Það er verið að sækja í þessi rómantísku fegurðarminni, ægifegurð. Þetta er ekki rólegt og rómantískt heldur svona ofsafengin rómantík,“ segir Ragnar.

Aðeins þrjár sýningar eru á dagskrá. „Þannig að komiði endilega því ég get alveg lofað því að þetta er dálítið magnað, þótt ég segi sjálfur frá,“ segir hann að lokum.

Nánari upplýsingar má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×