Innlent

Sextán ára drengur laminn með steini í höfuðið í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Pjetur
16 ára drengur varð fyrir líkamsárás í Austurborginni í nótt en hann var laminn með steini í höfuðið.

Drengurinn leitaði aðstoðar á slysadeild ásamt forráðamanni en málið er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig var tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í Kópavogi á þriðja tímanum í nótt.

Árásaraðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Árásarþoli var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli á manninum að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×