Innlent

Mælist meira af norsk-íslenskri síld innan íslensku lögsögunnar

visir/tómas
Töluvert meira mælist nú af norsk-íslenskri síld innan íslensku lögsögunnar en undanfarin tvö ár. Engu að síður er stofnstærð síldarinnar á niðurleið.

Mikið er af kolmunna fyrir suðvestan- og sunnan land og er makríllinn byrjaður að ganga inn í lögsöguna.

Þetta eru niðurstöður úr árlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Leiðangurinn stóð yfir í 22 daga og er hluti af samstarfsverkefni Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga, Rússa og Evrópusambandsins.

Niðurstöðurnar eru notaðar við mat á stærð stofnanna á vettvangi Alþjóðahafrannsóknaráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×