Innlent

Sjómannadagshelgin opnuð í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Elías Jónatansson bæjarstjóri með sigurvegurum dorgkeppninnar.
Elías Jónatansson bæjarstjóri með sigurvegurum dorgkeppninnar. Mynd/Aðsend
Ungt fólk í Bolungarvík opnaði Sjómannadagshelgina í dag með dorgkeppni. Dorgkeppnin er fyrsti skipulagði viðburður hátíðahaldanna sem munu standa fram á sunnudag.

Í fréttatilkynningu frá viðburðarstjórn Sjómannadagshelgarinnar segir að hundruð fiska hafi komið á land í dorgkeppninni og að veitt hafi verið verðlaun fyrir stærstu, minnstu og ljótustu fiskana. Meðal annarra hápunkta um helgina má nefna ball næsta laugardagskvöld, þar sem meðal annars kemur fram söngkonan Jóhanna Guðrún, og skrúðgöngu á Sjómannadeginum sjálfum, 1. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×