Kennari í Verzló gantast með nemendur sína á Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 17:31 Sigurður Eggertsson er raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands. vísir/gva Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira