Kennari í Verzló gantast með nemendur sína á Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 17:31 Sigurður Eggertsson er raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands. vísir/gva Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira