Ríkisstjórnin eykur stuðning við ÖSE í Úkraínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2014 17:18 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. vísir/stefán Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Öryggis- og samvinnustofnunar í Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfar nú sem yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu en nú er unnið að því að fjölga eftirlitsmönnum stofnunarinnar í landinu úr eitt hundrað í fimm hundruð. Ákveðið var að kosta borgaralegan sérfræðing til starfa á vegum Atlantshafsbandalagsins í einni af stjórnstöðvum þess í Evrópu. Framlagið verður liður í samstöðuaðgerðum bandalagsins gagnvart Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í austurhluta Evrópu sem ákveðnar voru á utanríkisráðherrafundi bandalagsins í byrjun apríl. „Það er brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum til verkefna ÖSE og Atlantshafsbandalagsins vegna Úkraínu. Við viljum taka þátt í því að standa vörð um réttarríkið og grundvallargildi mannréttinda og málfrelsis í Evrópu. Markmið eftirlitsverkefnis ÖSE er að stuðla að því að íbúar landsins fái að ákveða framtíð sína á lýðræðislegan hátt og án íhlutunar Rússlands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sem lagði til ríkisstjórnarinnar að stuðningur yrði aukinn. Hann segir öryggishorfur í Austur-Evrópu hafa farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Efling varna Atlantshafsbandalagsins sé því nauðsynleg og ákvörðun ríkisstjórnarinnar undirstriki samstöðu okkar með Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í Austur-Evrópu á þessum viðsjárverðu tímum. ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og sex talsins. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Öryggis- og samvinnustofnunar í Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfar nú sem yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu en nú er unnið að því að fjölga eftirlitsmönnum stofnunarinnar í landinu úr eitt hundrað í fimm hundruð. Ákveðið var að kosta borgaralegan sérfræðing til starfa á vegum Atlantshafsbandalagsins í einni af stjórnstöðvum þess í Evrópu. Framlagið verður liður í samstöðuaðgerðum bandalagsins gagnvart Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í austurhluta Evrópu sem ákveðnar voru á utanríkisráðherrafundi bandalagsins í byrjun apríl. „Það er brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum til verkefna ÖSE og Atlantshafsbandalagsins vegna Úkraínu. Við viljum taka þátt í því að standa vörð um réttarríkið og grundvallargildi mannréttinda og málfrelsis í Evrópu. Markmið eftirlitsverkefnis ÖSE er að stuðla að því að íbúar landsins fái að ákveða framtíð sína á lýðræðislegan hátt og án íhlutunar Rússlands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sem lagði til ríkisstjórnarinnar að stuðningur yrði aukinn. Hann segir öryggishorfur í Austur-Evrópu hafa farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Efling varna Atlantshafsbandalagsins sé því nauðsynleg og ákvörðun ríkisstjórnarinnar undirstriki samstöðu okkar með Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í Austur-Evrópu á þessum viðsjárverðu tímum. ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og sex talsins.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira