Ríkisstjórnin eykur stuðning við ÖSE í Úkraínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2014 17:18 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. vísir/stefán Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Öryggis- og samvinnustofnunar í Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfar nú sem yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu en nú er unnið að því að fjölga eftirlitsmönnum stofnunarinnar í landinu úr eitt hundrað í fimm hundruð. Ákveðið var að kosta borgaralegan sérfræðing til starfa á vegum Atlantshafsbandalagsins í einni af stjórnstöðvum þess í Evrópu. Framlagið verður liður í samstöðuaðgerðum bandalagsins gagnvart Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í austurhluta Evrópu sem ákveðnar voru á utanríkisráðherrafundi bandalagsins í byrjun apríl. „Það er brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum til verkefna ÖSE og Atlantshafsbandalagsins vegna Úkraínu. Við viljum taka þátt í því að standa vörð um réttarríkið og grundvallargildi mannréttinda og málfrelsis í Evrópu. Markmið eftirlitsverkefnis ÖSE er að stuðla að því að íbúar landsins fái að ákveða framtíð sína á lýðræðislegan hátt og án íhlutunar Rússlands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sem lagði til ríkisstjórnarinnar að stuðningur yrði aukinn. Hann segir öryggishorfur í Austur-Evrópu hafa farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Efling varna Atlantshafsbandalagsins sé því nauðsynleg og ákvörðun ríkisstjórnarinnar undirstriki samstöðu okkar með Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í Austur-Evrópu á þessum viðsjárverðu tímum. ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og sex talsins. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Öryggis- og samvinnustofnunar í Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfar nú sem yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu en nú er unnið að því að fjölga eftirlitsmönnum stofnunarinnar í landinu úr eitt hundrað í fimm hundruð. Ákveðið var að kosta borgaralegan sérfræðing til starfa á vegum Atlantshafsbandalagsins í einni af stjórnstöðvum þess í Evrópu. Framlagið verður liður í samstöðuaðgerðum bandalagsins gagnvart Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í austurhluta Evrópu sem ákveðnar voru á utanríkisráðherrafundi bandalagsins í byrjun apríl. „Það er brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum til verkefna ÖSE og Atlantshafsbandalagsins vegna Úkraínu. Við viljum taka þátt í því að standa vörð um réttarríkið og grundvallargildi mannréttinda og málfrelsis í Evrópu. Markmið eftirlitsverkefnis ÖSE er að stuðla að því að íbúar landsins fái að ákveða framtíð sína á lýðræðislegan hátt og án íhlutunar Rússlands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sem lagði til ríkisstjórnarinnar að stuðningur yrði aukinn. Hann segir öryggishorfur í Austur-Evrópu hafa farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Efling varna Atlantshafsbandalagsins sé því nauðsynleg og ákvörðun ríkisstjórnarinnar undirstriki samstöðu okkar með Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í Austur-Evrópu á þessum viðsjárverðu tímum. ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og sex talsins.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði